- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Harpa María, Gauti, Pilpuks, Lebedevs, EHF-bikarinn

Harpa María Friðgeirsdóttir leikur með TMS Ringsted í Danmörku. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Handknattleikskonan Harpa María Friðgeirsdóttir hefur skrifað undir nýja samning við Fram til tveggja ára. Harpa María er fædd árið 2000 og er því 23 ára á þessu ári.  Hún er uppalin Framari. Harpa María leikur í stöðu vinstri hornamanns.  Hún lék sína fyrstu leiki á Íslandsmóti með meistaraflokki Fram veturinn 2017 – 2018.
  • Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram skoraði tvö mörk fyrir finnska landsliðið sem vann góðan sigur á landsliði Slóvaka, 30:27, í 2. riðli undankeppni EM í handknattleik karla Evrópumótsins í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Vantaa í Finnlandi. Slóvakar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11. 
  • Þetta var fyrsti leikur Gauta í undankeppni stórmóts fyrir finnska landsliðið en hann tók þátt í tveimur vináttuleikjum með finnska landsliðinu í upphafi árs. Finnar sækja Slóvaka heim á sunnudaginn og verður Gauti þá með á nýjan leik. 
  • Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs, leikmenn Harðar á Ísafirði, léku báðir með landsliði Lettlands í gær gegn Ítölum í undankeppni EM, 8. riðli. Pilpuks skoraði þrjú mörk fyrir landslið Letta sem tapaði með 13 marka mun og rekur lestina án stiga í riðlinum, 36:23. Lebedevs varði ekki skot þann tíma sem hann stóð í markinu. Leikurinn fór fram í Pescara á Ítalíu. Síðari viðureignin verður í Lettlandi á sunnudaginn. 
  • Tomas Sommer skoraði sjö mörk og var markahæstur í danska landsliðinu í gærkvöld þegar það lagði þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, 30:23, í Álaborg. Leikurinn er liður í EHF-bikarkeppni landsliða. Juri Knorr var markahæstur í þýska landsliðinu með fimm mörk. Emil Nielsen átt stórleik í marki Dana og var með liðlega 41% markvörslu þegar upp var staðið. Þótt nokkrar kempur hafi vantaði í lið heimsmeistara Dana lék það afar vel. 
  • EHF-bikarkeppni landsliða fer fram samhliða undankeppninni. Í EHF-bikarnum taka þátt þrjú efstu landsliðin á EM 2022, Svíar, Spánverjar og Danir auka þýska landsliðsins.  Svíar unnu Spánverja, 33:30, í Linköping á fimmtudagskvöld og sækja þá heim til Jaen á Spáni á sunnudaginn. Alfreð Gíslason og lærisveinar taka á móti danska landsliðinu í Barclaycard Arena í Hamborg á sunnudaginn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -