- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Ásgeir, Viktor, skráning í utandeild, Møller, Smajlagic

Staðfest er að krossband í hægra hné Hauks Þrastarsonar er slitið. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Haukur Þrastarson kom lítið við sögu og skoraði ekki mark þegar Łomża Kielce vann enn einn stórsigurinn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Łomża Kielce vann Gwardia Opole með 21 marks mun, 42:21, á heimavelli. Łomża Kielce og Wisla Plock eru í efstu sætum deildarinnar með 15 stig eftir 5 umferðir. 
  • Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki mark fyrir Helsingborg í gær þegar liðið tapaði fyrir Hammarby, 26:22, í viðureign liðanna í fjórðu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór í Stokkhólmi. Ásgeir Snær átti tvö markskot sem geiguðu og eina stoðsendingu. Helsingborg er í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki. 

  • Nantes vann Saint-Raphaël á útivelli, 38:35, og er áfram ósigrað í efsta sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik með átta stig að loknum fjórum umferðum. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður tók ekki þátt í leiknum vegna meiðsla á olnboga sem hafa haldið honum frá keppni í um tvær vikur. 
  • Skráning í utandeildina í handbolta stendur nú yfir og eiga áhugasamir að senda tilkynningu um þátttöku til Ólafs Víðis Ólafssonar, mótastjóra, [email protected]. Tekið er við skráningum  til mánudagsins 9. október nk. og er þátttökugjald kr. 50.000, segir í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands

  • Danski landsliðsmarkvörðurinn Kevin Møller hefur framlengt samning sinn við Flensburg til næstu fimm ára, til ársins 2027.
  • Króatinn Irfan Smajlagic hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðsins Bosníu og Herzegovinu í handknattleik karla. Smajlagic var hluti af frábæru landsliði Júgóslava á níunda áratug síðustu aldar. Hann var síðar í þjálfarateymi landsliðs Króatíu snemma á þessari öld. Einnig var Smajlagic um skeið þjálfari landsliðs Egypta. Til viðbótar hefur hornamaðurinn fyrrverandi m.a. þjálfað félagsliðin RK Bosna Sarajevo og ZRK Lokomotiva Zagreb svo einhver séu nefnd.  Landslið Bosníu tókst ekki að vinna sér inn sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar næsta komandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -