- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Heiðmar, Arnór, Viktor, Óskar, Örn, Aðalsteinn, Ólafur, Guðmundur, Einar, Sveinn

Heiðmar Felixson er nú aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -
  • Hannover-Burgdorf komst í gær í 16-liða úrslit í þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Liðið vann Stuttgart, 26:20, á heimavelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. 
  • Arnór Þór Gunnarsson er kominn í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með liði sínu, Bergischer HC. Bergischer vann Göppingen, 32:26, á heimavelli í gær í 32-liða úrslitum. Arnór Þór skoraði eitt mark. Alexander Weck átti stórleik hjá Bergischer og skoraði 10 mörk í 10 skotum.
  • Viktor Petersen Norberg skoraði fimm mörk en Óskar Ólafsson ekkert þegar Drammen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í norsku bikarkeppninni í gær með sigri á Bodø, 44:21, á heimavelli.  Drammen var 13 mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 18:5. 
  • Örn Vesteinsson Östenberg skoraði eitt mark þegar Haslum féll úr keppni í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar með tapi á heimavelli fyrir Nærbø, 34:31.
  • Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði sínum mönnum í Kadetten Schaffhausen til sigurs á útivelli í heimsókn til HSC Suhr Aarau, 29:22, í svissnesku A-deildinni í gær. Óðinn Þór Ríkharðsson er ennþá fjarverandi í liði meistaranna í Kadetten Schaffhausen vegna ristarbrots síðla í ágúst. Kadetten er efst í deildinni með 18 stig eftir 11 leiki. HC Kriens-Luzern er stigi á eftir og á tvo leiki til góða á meistarana. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk í sex marka sigri GC Amicitia Zürich á Pfadi Winterthur í Zürich í gær, 34:28. GC Amicitia Zürich situr í fjórða sæti með átta stig eftir sjö viðureignir. 
  • Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia Håndboldklub, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, tapað fyrir Mors Thy, 37:24, í Thyhallen í gærkvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson lék með Fredericia Håndboldklub og er skráður fyrir einni stoðsendingu. Fredericia Håndboldklub situr í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir átta leiki. Mors Thy er í 11. sæti. 
  • Sveinn Jóhannsson og samherjar í Skjern unnu Nordsjælland, 26:24, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Skjern er í fjórða sæti með 10 stig. Sveinn skoraði ekki mark að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -