- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hildigunnur, Sigvaldi, Aron og Al-Arabi

Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen
- Auglýsing -
  • Hildigunnur Einarsdóttir skoraði tvö mörk þegar lið hennar Leverkusen tapaði fyrir Neckarsukmer, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins í gærkvöld en liðin eru í efstu deild þýska handknattleiksins. Liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á dögunum og þá hafði Leverkusen betur. Hildigunnur og samherjar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik í gær, 14:12. Leverkusen situr í áttunda sæti með átta stig eftir átta leiki. Sextán lið skipa deildina. 
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum fyrir Vive Kielce þegar liðið vann Piotrkowianin Piotrkow  í pólsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 38:24, á útivelli. Vive Kielce er efst með 24 stig eftir átta leiki en þrjú stig eru gefin fyrir sigur í deildinni. Fleiri lið eru taplaus m.a. Wisla Plock og Pulawy. Þau hafa leikið fjóra og fimm leiki. Keppni í deildinni er öll gengin úr skorðum vegna kórónuveirunnar sem gert hefur mönnum gramt í geði í Póllandi eins og annarstaðar síðustu daga og vikur. 
  • Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona þegar liðið vann Puente Genil, 29:20, á útivelli í spænsku 1.deildinni í handknattleik. Dika Mem var markahæstur hjá Barcelona með fimm mörk, Ludovic Fabregas og Blaz Janc skoruðu fjögur mörk hvor. Barcelona er sem fyrr langefst í spænsku 1. deildinni með 22 stig eftir 11 leiki. Liðið er taplaust í 52 leikjum í röð í öllum mótum. 
  • Al-Arabi varð á dögunum landsmeistari í handknattleik karla í Katar eftir sigur á  Al-Wakrah, 31:29 í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn í 37 ár sem liðið verður meistari þar í landi. Meðal leikmanna liðsins er markvörðurinn Danijel Saric og stórskyttan Darko Stefanovic. Rafael Guijosa tók við þjálfun liðsins í ágúst. Fyrr á leiktíðinni vann Al-Duhail bæði bikarkeppnina og deildabikarinn í Katar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -