- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Horzen, Vujovic, meistarar hér og þar, Rasmussen, Pena

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach hefur samið við tvo leikmenn til viðbótar fyrir næsta keppnistímabil. Annars vegar er um að ræða línumanninn Kristjan Horzen frá Rhein-Neckar Löwen og vinstri hornamanninn Milos Vujovic frá Füchse Berlin. Vujovic var markahæsti leikmaður Berlínarliðsins í Evrópudeildinni í vetur. 
  • MŠK Považská Bystrica var meistari í handknattleik karla í Slóvakíu á laugardaginn eftir sigur á Tatran Presov. Þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem MŠK Považská Bystrica verður meistari. Öll árin í millitíðinni hefur Tatran Presov unnið meistaratitilinn. 
  • Í grannríkinu, Tékklandi, varð Talent Plzen meistari í karlaflokki eftir sigur á Karvina, 3:2, í hörku rimmu. Þetta er áttundi meistaratitill Talent Plzen. 
  • RK Vojvodina vann meistaratitilinn í karlaflokki í Serbíu eftir sigur á RK Partizan, 32:28, að loknum framlengdum leik. Upp úr sauð í lokin og spöruðu dómararnir síst bláu spjöldin eftir að böndum hafði verið komið á ófriðinn. 
  • RK Eurofarm Pelister  er meistari í karlahandknattleik í Norður Makedóníu í fyrsta skiptið í 18 ár. 
  • Per Rasmussen fyrrverandi formaður danska handknattleikssambandsins er látinn, 79 ára gamall. Rasmussen setti mikinn svip á danskan handknattleik á síðustu öld og allan fyrsta áratug 21. aldarinnar.  Sonur Pers, Lars, lék um árabil með danska landsliðinu. 
  • Spænska handknattleikskonan Nerea Pena fer frá Noregs- og Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í sumar eftir tvö erfið ár hjá félaginu. Pena hefur meira og minna verið frá keppni vegna meiðsla. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -