- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hrafnhildur, Hafdís, Morgan, Ólafur , Izumoto, Sveinbjörn, Gérard, Jensen, Nielsen

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Í vikunni kallaði Valur Hrafnhildi Önnu Þorleifsdóttur, markvörð, til baka úr láni frá FH. Hún lék með Val í gær gegn ÍBV og fékk tækifæri á lokakafla leiksins. Ástæða þess að Hrafnhildur var kölluð til baka er sú að Hafdís Renötudóttir markvörður fékk höfuðhögg á dögunum og leikur ekki með Val um óákveðinn tíma. 
  • Morgan Marie Þorkelsdóttir leikmaður Vals fékk boltann í höfuðið þar sem hún stóð í vörn á upphafsmínútum leiks Vals og ÍBV í Olísdeildinni í gær. Hún kom ekkert meira við sögu í leiknum. Morgan hefur áður orðið fyrir höfuðhöggi í handboltanum. 
  • Ólafur Stefánsson þjálfari þýska liðsins EHV Aue hefur klófest japanska landsliðsmanninn Shin Izumoto. Hann mun leika með EHV Aue út leiktíðina og styrkja liðið sem berst fyrir sæti sínu í 2. deild þessar vikurnar. Izumoto sem kom til æfinga hjá Aue eftir að hafa leikið með japanska landsliðinu á Asíumótinu í síðasta mánuði hefur sýnt sig og sannað.
  • Izumoto skoraði fimm mörk í gær þegar EHV Aue vann Ludwigshafen, 37:33, á heimavelli í þýsku 2.deildinni. Aue fór upp í næst neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 
  • Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue í 44 mínútur í leiknum og varði sjö skot, þar af tvö vítaköst.
  • Franski markvörðurinn Vincent Gérard hefur verið leystur undan samningi hjá THW Kiel. Hann kom til félagsins á síðasta sumri og átti að leysa af Danann Niklas Landin. Gérard meiddist í æfingaleik skömmu áður en keppni hófst í þýsku 1. deildinni í lok ágúst hefur ekki jafnað sig. Eins árs samningur Frakkans átti að renna út í sumar.
  • Gérard er annar leikmaðurinn í sögunni sem semur við Kiel en nær ekki einum leik áður en samningurinn rennur út eða er leystur upp. Hinn er danski markvörðurinn Søren Haagen sem var hjá Kiel 2001/2002.
  • Danski markvörðurinn Mike Jensen hefur verið seldur til Telekom Veszprém í Ungverjalandi frá Benfica í Portúgal. Um leið skrifaði hann undir samning við Veszprém sem gildir fram á mitt árið 2026.  Jensen varð Evrópumeistari í SC Magdeburg á síðasta vori í sínum síðasta leik fyrir félagið. Vegna meiðsla í markvarðahóp Veszprém varð félagið að fá markvörð í einum logandi hvelli. 
  • Sænski línumaðurinn Jesper Nielsen flytur heim í sumar eftir 11 ár í atvinnumennsku utan heimalandsins, lengst af í Þýskalandi. Síðustu þrjú ár hefur Nielsen verið í herbúðum Aalborg Håndbold en frá og með næstu leiktíð verður hann liðsmaður Guif í Eskilstuna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -