- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ísak, Viktor, Heiðmar, Tumi, Hannes, Grétar

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK
- Auglýsing -
  • Ísak Steinsson, markvörður, og samherjar hans í Drammen töpuðu í gær naumlega, 27:26, á heimavelli í hörkuleik fyrir efsta liði norsku úrvalsdeildarinnar, Elverum. Ísak var frábær þann skamma tíma sem hann fékk í markinu, varði alls sjö skot, 47%. Þar af varði hann eitt vítakast. Viktor Petersen Norberg skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar en hann er liðsfélagi Ísaki og er einnig af íslensku bergi brotinn.
  • Drammen er í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig að loknum 13 leikjum. Elverum er með 25 stig í efsta sæti. Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
  • Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði sigri með liði sínu í gærkvöldi í þýsku 1. deildinni á heimavelli um leið og liðið settist í efsta sætið. Hannover-Burgdorf lagði Rhein-Neckar Löwen, 35:30, á heimavelli og hefur þar með 22 stig eftir 13 leiki. MT Melsungen ertveimur stigum á eftir og Füchse Berlin er þremur stigum frá efsta liðinu. Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
  • Tumi Steinn Rúnarsson lék afar vel fyrir Alpla Hard í gær þegar þegar liðið vann Vöslau, 35:30, útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik. Tumi Steinn, sem kom til Hard í sumar, skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hann geigaði aðeins á einu skoti.
  • Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard sem er í öðru sæti austurrísku 1. deildarinnar með 18 stig þegar 12 leikir eru að baki. Füchse er efst með 20 stig. Krems er í þriðja sæti með 17 stig. Stöðuna í austurrísku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
  • Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í Parísarliðinu US Ivry unnu sinn fyrsta leik í frönsku 1. deildinni í gærkvöld. US Ivry vann Chartres á heimavelli, 29:28, í 12. umferð deildarinnar. Grétar Ari fékk fá tækifæri í leiknum. Hann stóð í markinu í um hálfa mínútu og varði eitt vítakast. Darri Aronsson er frá keppni vegna meiðsla en hann er einnig leikmaður US Ivry.
  • US Ivry er neðst í frönsku 1. deildinni með þrjú stig. Stöðuna í deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -