- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Jóhanna, Vilborg, Haukur, Donni, Orri, Þorsteinn og fleiri

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona og leikmaður Kristianstad HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad HK í gær þegar liðið vann HF Karlskrona, 35:27, á heimavelli í fyrstu umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik. Svíar hefja bikarkeppnina snemma á tímabilinu og grisja þar með talsvert út af liðum með því að leika í mörgum fjögurra liða riðlum.
  • Jóhanna Margrét gekk til liðs við Kristianstad HK í sumar eftir tveggja ára veru hjá Skara HF. Berta Rut Harðardóttir var ekki í leikmannahópi Kristianstad HK í gær.
  • Vilborg Pétursdóttir var markahæst hjá AIK með sjö mörk í sigri á Torslanda á útivelli, 30:22, í sænsku bikarkeppninni í gær. Vilborg, sem lék með Haukum, hefur verið með AIK um árabil og gert það það gott. AIK endurheimti sæti sitt í næst efstu deild sænska handknattleiksins í vor.
  • Eftir því sem næst verður komist voru leikirnir í gær þeir fyrstu hjá AIK og Kristianstad HK í riðlakeppni bikarkeppninnar. Aldís Ásta Heimisdóttir og samherjar í Skara HF eru í riðli með AIK.
  • Haukur Þrastarson skoraði fimm mörk fyrir Dinamo Búkarest þegar liðið vann Potaissa Turda, 23:17, á æfingamóti í Turda í Rúmeníu í gær. Í fyrradag unnu Haukur og hans nýju samherjar Beșiktaș frá Tyrklandi, 29:24, á mótinu í Turda. Haukur skoraði ekki í þeim leik þrátt fyrir að hafa tekið talsvert þátt.
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og liðsmenn danska úrvalsdeildarliðinu Skanderborg AGF eru í Eisenach í Þýskalandi þessa dagana þar sem þeim þeir taka þátt í æfingamóti. Í fyrradag tapaði Skanderborg AGF með átta marka mun, 34:26, fyrir Eisenach. Í gær beið liðið lægri hlut fyrir lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach, 29:26. Framundan í dag er leikur við þýsku meistarana, SC Magdeburg sem lögðu Gummersbach, 36:35, í fyrradag. Magdeburg vann Eisenach í gær, 31:25.
  • Fleiri Íslendingalið leika æfingaleiki um þessar mundir en misjafnlega miklar upplýsingar er um marga leikina. Portúgölsku meistararnir Sporting, með Orra Frey Þorkelsson innanborðs, vann Madeira, 37:29, í gær.
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar hans í Porto unnu spænska liðið, Ademar León, 36:30, í gær.
  • Melsungen, með Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson innan sinna raða, vann Benfica, lið Stivens Tobar Valencia, 31:25, í æfingaleik í gær.
  • Fredericia HK vann Ribe-Esbjerg, 31:29, í æfingaleik í Middelfart Sparkasse Arena í gær. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia HK auk þess sem Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson leika með liðinu. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður, og Elvar Ásgeirsson er liðsmenn Ribe-Esbjerg. Elvar er að jafna sig eftir aðgerð á öxl í sumar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -