- Auglýsing -
- Norski landsliðsmaðurinn Gøran Johannessen verður ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar. Johannessen, sem er samherji Sigvalda Björns Guðjónssonar hjá Kolstad, varð fyrir því óláni á dögunum að slíta hásin. Johannessen verður frá keppni í 6 til 8 mánuði af þessum sökum.
- Fyrir nokkru síðan ákvað Magnus Abelvik Rød að gefa ekki á kost á sér í landsliðið fyrir ÓL. Rød er að koma til baka eftir meiðsli en hefur ekki áhuga á að sperra sig við endurhæfinguna til að ná fullri heilsu fyrir Ólympíuleikana.
- Einnig ríkir óvissa um framtíð Kent Robin Tønnesen í norska landsliðinu en hann afþakkaði á dögunum sæti í landsliðinu sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í maí. Mótið er fyrsti liður norska landsliðsins í undirbúningi Ólympíuleikanna.
- Sænski landsliðsmaðurinn Jonathan Carlsbogård hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Barcelona. Nýi samningurinn kemur í beinu framhaldi af núverandi tveggja ára samningi sem rennur út í sumar.
- Forráðamenn króatísku meistaranna RK Zagreb voru ekkert að tvínóna við ákvarðanir frekar en venjulega í vikunni þegar þeir framlengdu samninga við átta leikmenn liðsins á einu bretti. Þar á meðal er Rússinn Timur Dibirov. Hann ætlar að taka slaginn í ár í viðbót enda í toppformi þrátt fyrir að verða 41 árs í sumar.
- Michał Olejniczak leikur ekki fleiri leiki með pólska meistaraliðinu Industria Kielce á keppnistímabilinu. Hann meiddist fjórum mínútum fyrir leikslok í viðureign Kielce og SC Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld.
- Auglýsing -