- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Jónína, Camoes, Klimov, Fraatz, Schweikardt, Kounkoud, Bos

Ungir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Ásvöllum á síðasta miðvikudagskvöld þegar leikið var við Ísrael. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Jónína Hlín Hansdóttir fyrrverandi leikmaður Fram og Aftureldingar gekk í haust til liðs við MKS IUVENTA Michalovce í Slóvakíu og lék með liðinu  er það komst áfram í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar á sunnudaginn. Michalovce-liðið sló út Yellow Winterthur frá Sviss eftir tvö hörkuleiki. Grípa varð til vítakeppni til þess að ná fram úrslitum eftir að liðin unnu hvort sinn leikinn með eins marks mun.  Jónína Hlín og samherjar unnu vítakeppnina, 5:4. 
  • Carlos Camoes þjálfari karlaliðs Sporting Lissabon var í gær sektaður um 3.000 evrur, liðlega 420 þúsund krónur, af Handknattleikssambands Evrópu vegna ógnandi og óíþróttamannslegrar framkomu eftir síðari leik Magdeburg og Sporting í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í 5. apríl í vor. Um síðari leik liðanna var að ræða og féll Sporting úr leik eftir naumt tap í leiknum. Camoes brást hinn versti við og fær að súpa seyðið af framkomu sinni með greiðslu sektarinnar. 

  • Handknattleiksmaðurinn og þjálfarinn, Yuri Klimov, sem var í gullverðlaunaliði Sovétríkjanna á Ólympíuleikunum í Montréal í Kanada 1976 lést í fyrradag 82 ára gamall. Klimov, sem lék alls 173 landsleiki, var einnig í sovéska landsliðinu sem hafnaði í 5. sæti Ólympíuleikunum í München 1972. Alls vann hann soveska meistaratitilinn sjö sinnum auk þess að verða bikarmeistari og í sigurliðum í Evrópukeppni meistaraliða og í Evrópukeppni bikarhafa. Klimov þjálfaði um árabil eftir að ferlinum lauk, m.a. sovéska og íranska landsliðið auk félagsliða í Austurríki, Ítalíu og í Þýskalandi
  • THW Kiel hefur samið við örvhentan hornamann, Yannick Fraatz,  til loka á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla og fjarveru Sven Ehrig. Fraatz var samningsbundinn Bergischer HC. Yannick er sonur Jochen Fraatz eins þekktasta handknattleiksmanns Þýskalands
  • Michael Schweikardt verður þjálfari Stuttgart út keppnistímabilið. Hann tók við þjálfun liðsins fyrir fáeinum vikum þegar Roi Sanchez var gert að taka pokann sinn. Sagt var að Schweikardt tæki við tímabundið en fáum sem þekkja til Stuttgartliðsins kom á óvart að kappinn hefur nú verið munstraður til lengri tíma. 

  • Franski handknattleiksmaðurinn Benoit Kounkoud leikur ekki með pólska meistaraliðinu Lomza Industria Kielce á heimsmeistaramóti félagsliða,  IHF Super Globe, í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Mótið hefst í dag en Kielce leikur fyrst á morgun.  Kounkoud er meiddur. 
  • Annar franskur handknattleiksmaður hefur tilkynnt að hann flytur sig á milli félaga á næsta sumri. Julien Bos kveður Montpellier næst sumar og verður samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá Nantes. Bos, sem er 24 ára gamall, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Nantes.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -