- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Karačić mættur til leiks, Simone til í slaginn, Aðalsteinn fær Ungverja

Igor Karacic á fullri ferð í leik á EM fyrir ári síðan. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Igor Karačić er kominn til Kaíró og verður með króatíska landsliðinu í næstu leikjum. Þessi frábæri miðjumaður fór á kostum með króatíska landsliðið á EM fyrir ári. Hann hefur hinsvegar glímt við meiðsli í hné upp á síðkastið og kom þar af leiðandi ekki með liðinu til Egyptalands áður en keppnin hófst. Karačić er samherji Hauks Þrastarsonar og Sigvalda Björns Guðjónssonar hjá pólska liðinu Vive Kielce. 
  • Karačić hefur farið á kostum með liðinu á leiktíðinni og ekki er vafi á að koma hans mun hafa í för með sér gríðarlega styrkingu á króatíska landsliðnu á HM. Króatar mæta Argentínu, heimsmeisturum Danmerkur og Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar í milliriðlakeppninni sem hefst í dag en þá mætast m.a. Króatar og Bareinar. 
  • Argentínska handknattleiksstjarnan Diego Simone hefur jafnað sig af eymslum sem komu í veg fyrir þátttöku hans í leiknum við heimsmeistara Dana í riðlakeppni HM. Hann verður í fremstu víglínu í dag þegar Argentínumenn mæta japanska landsliðinu undir stjórn Dags Sigurðssonar í fyrstu umferð í millriðli tvö. 
  • Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen, hefur krækt í Ungverjann Donát Bartók frá Bidasoa Irun. Bartók hleypur í skarðið fyrir Dimitrij Küttel sem greindist með krabbamein skömmu fyrir jólin og verður af þeim sökum lengi frá æfingum og keppni. Bartók er hægri hornamaður og lék með Tatabanya og Lemgo áður en hann fór til Bidasoa í Baskalandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -