- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Katrín, Haukur, Hákon, Dagur, Árni, Hafþór, Darleux

Katrín Tinna Jensdóttir í leiknum við Angóla í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
  • Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið í handknattleik í gær í leik Íslands og Angóla í síðustu umferð Posten Cup mótinu í Noregi. Katrín Tinna skoraði mark sitt eftir hraðaupphlaup á 49. mínútu leiksins. Var þar um að ræða 18. mark íslenska liðsins í 27:24,tapi. Þetta var sjötti landsleikur Katrínar Tinnu. 
  • Haukur Þrastarson átti stórleik og skoraði m.a. sjö mörk þegar Industria Kielce vann Zagłębie Lubin, 30:24, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Industria Kielce og Wisla Plock eru efst og jöfn í deildinni eftir 12 umferðir með 36 stig hvort. 
  • Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk úr átta skotum fyrir Eintracht Hagen þegar liðið tapaði fyrir Elbflorenz, 40:33, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Eyjamaðurinn er jafnt og þétt að ná betur saman með samherjum sínum en hann kom til liðs við Hagen eftir að leiktíðin hófst í haust.  Hagen er í 11. sæti af 18 liðum deildarinnar með 12 stig eftir 13 leiki. Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér
  • Dagur Gautason skoraði fjögur mörk í sigurleik ØIF Arendal í heimsókn til Bækkelaget í Ósló í gær, 34:26. Leikurinn var liður í 12. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Árni Bergur Sigurbergsson skoraði eitt mark fyrir ØIF Arendal. Hafþór Már Vignisson mætti til leiks á ný eftir fjarveru en skoraði ekki mark. ØIF Arendal situr í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar en stöðuna má sjá nánar hér ásamt stöðunni í fleiri deildum í evrópskum handknattleik. 
  • Cléopatre Darleux sem árum saman var markvörður franska landsliðsins og var m.a. í sigurliðinu á Ólympíuleikunum í Japan 2022 segist vera mjög efins um að hún leiki handknattleik á ný. Darleux, sem er 34 ára, fékk heilahristing í leik í desember í fyrra. Hún hefur ekki jafnað sig ennþá. Eftir því sem lengra líður frá og batinn verður hægari þá efast Darleux um að hún eigi afturkvæmt á leikvöllinn á nýjan leik.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -