- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Katsigiannis til Löwen og nýr þjálfari hjá CSKA

Jennifer Kettemann, stjórnandi hjá Rhein-Neckar Löwen og Nikolas Katsigiannis t.h. Mynd/Rhein-Neckar Löwen
- Auglýsing -
  • Rhein-Neckar Löwen hefur samið við markvörðurinn Nikolas Katsigiannis um að leika með liðinu út yfirstandandi leiktíð og hlaupa í skarðið fyrir Mikael Appelgren sem verður fjarri keppni næstu mánuði vegna meiðsla. Katsigiannis er 38 ára gamall og hefur víða verið en síðustu fjögur ár verið liðsmaður HC Erlangen. Hann á m.a. að baki fimm landsleiki fyrir Þýskaland.  Íslendingarnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með Rhein-Neckar Löwen.
  • Velimir Petkovich hefur tekið við þjálfun rússneska handknattleiksliðsins CSKA HC sem nú heitir en var eitt sinn kennt við Moskvu. Oleg Kuleshov hefur þjálfað liðið um nokkurt skeið en hann var leystur frá störfum í fyrradag. Petkovich er einnig landsliðsþjálfari Rússa í karlaflokki. Tók við starfinu í vor en hefur átt náðuga daga til þessa.
  • Sergey Shishkarev, forseti rússneska handknattleikssambandsins, er maðurinn á bak við CSKA. Hann hefur lagt mikla peninga í liðið síðustu ár og leitt endurreisn þess. Shishkarev er sterk efnaður og á m.a. flutningafyrirtækið Delo sem er helsti bakhjarl Meistaradeildar kvenna í handknattleik.
  • Petkovich er þrautreyndur þjálfari og var árum saman þjálfari hjá félagsliðum í Þýskalandi m.a. Füchse Berlin, Eisenach, Göppingen og Wetzlar.  Hann stýrir rússneska landsliðinu samhliða starfi sínu hjá CSKA. 
  • Sænski landsliðsmaðurinn Andreas Cederholm hefur framlengt samning sinn við Lemgo fram til ársins 2024. Cederholm kom til Lemgo frá GWD Minden fyrir rúmu ári síðan, á sama tíma og Bjarki Már Elísson gekk til liðs við Lemgo. Annar samherji Bjarka Más, Isaias Guardiola, endurnýjaði einnig á dögunum samning sinn við félagið. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -