- Auglýsing -
- Henrik Kronborg aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik tók um mánaðamótin við starfi aðstoðarþjálfara danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Kronborg heldur áfram störfum hjá danska handknattleikssambandinu eins og hann hefur gert árum saman.
- Hvít-rússneski handknattleiksmaðurinn Uladzislau Kulesh hefur samið við MT Melsungen til sex mánaða með möguleika á framlengingu til annarra sex mánaða. Samningur Kulesh við Hannover-Burgdorf rann út um síðustu mánaðamót. Forráðamenn MT Melsungen hugsa Kulesh sem afleysingu fyrir Danann Aaron Mensing sem er að jafna sig eftir hásinaslit.
- Miklar tafir hafa orðið við endurbætur á keppnishöll þýska liðsins GWD Minden sem endurheimti sæti í efstu deild karla í vor eftir nokkra mæðu í 2. deild. Vonir stóðu til þess að liðið myndi geta leikið heimaleiki sína í Minden frá fyrstu umferð í byrjun september. Af því verður ekki og Minden-liðið verður áfram að æfa og keppa á heimavelli grannliðsins, Lübbecke.
- Fyrir utan vonbrigði og óþægindi verður Minden af töluverðum tekjum vegna tafa við framkvæmdir. Vonir standa nú til þess að keppnishöllin í Minden verði opnuð í desember.
- Væntingar um að fjölgað verði um eitt lið, frá 18 upp í 19, í 2. deild þýska handknattleiksins í karlaflokki hafa verið blásnar út af borðinu. Eftir uppákomuna sem varð á síðasta mánuði þegar Tusem Essen og Dessau-Roßlauer HV 06 var gert að kalla leikmenn sína úr sumarleyfi til þess að leika síðasta leik deildarinnar um síðustu helgi var uppi krafa að fjölga liðum svo Hamm-Westafalen héldi sæti sínu. Af því verður ekki og Hamm verður að leika í 3. deild á komandi leiktíð.
- Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel hefur gert þriggja ára samning við Evrópumeistara Győri Audi ETO KC frá Ungverjalandi. Þar með hefur Hummel bæði sigurlið Meistaradeildarinnar á samningi en SC Magdeburg, Evrópumeistarar í karlaflokki hefur leikið um nokkurra ára skeið í búningum frá Hummel.
Oftast lesið síðasta mánuð:
- Auglýsing -