- Auglýsing -
- Mitt í talsverðum breytingum á liði Rhein-Neckar Löwen fyrir komandi tímabil í þýsku 1. deildinni þá huga forráðamenn félagsins einnig að því að tryggja sér leikmenn fyrir tímabilið 2026/2027. Í gær skrifaði danski landsliðsmaðurinn Jacob Lassen undir samning við Rhein-Neckar Löwen. Hann kemur til félagsins eftir ár frá HSV Hamburg. Lassen var stoðsendingakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.
- Eins og handbolti.is hefur sagt frá síðustu daga þá er Svíinn Lukas Sandell kominn til Löwen í skiptum fyrir Króatann Ivan Martinovic auk þess sem danski markvörðurinn Mike Jensen hefur komið í stað Svíans Mikael Appelgren.
- Haukur Þrastarson er mættur til Rehin-Neckar Löwen en hann samdi við félagið í mars og þreytir frumraun sína í þýsku 1. deildinni á næstu leiktíð.
- Franski handknattleiksmaðurinn Noah Gaudin er orðinn leikmaður PSG í Frakklandi. Hann kom til félagsins frá Skjern í Danmörku. Gaudin hefur verið í fimm ár í Danmörku, fyrst hjá SønderjyskE í þrjú ár og í tvö ár með Skjern. Gaudin á að fylla skarð Hollendingsins Dani Baijens sem fór til Þýskalands.
- THW Kiel virðist loksins hafa tryggt sér leikmann til þess að fylla skarð Henriks Pekeler sem verður úr leik fram yfir áramót vegna meiðsla. Fregnir herma að THW Kiel kaupi svissneska landsliðsmanninn Lukas Laube frá Stuttgart fyrir 200 þúsund evrur, nærri 30 milljónum kr. Pekeler sleit hásin í síðasta leik tímabilsins.
- Auglýsing -