- Auglýsing -
- Serbneska handknattleikskonan Andrea Lekic hefur ákveðið að láta gott heita á handknattleiksvellinum eftir 18 ár í fremstu röð. Lekic hefur verið leyst undan samningi hjá ungverska liðinu, Ferencváros, FTC. Hún átti ár eftir af samningi sínum. Lekic sagði í gær að hún hafi fundið það í upphafi ársins að tími væri komin til að láta gott heita.
- Lekic vann m.a. Meistaradeild Evrópu með ungverska liðinu Győr og hreppti silfurverðlaun með serbneska landsliðinu á HM 2013 á heimavelli.
- Örvhenta skyttan Djibril M’Bengue hefur óvænt yfirgefið nýliða þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar. M’Bengue, sem átti ár eftir samningi sínum við félagið, óskaði á dögunum eftir að verða leystur undan samningi. Um leið og forráðamenn Bergischer HC samþykktu ósk M’Bengue gekk hann til liðs við Bietigheim sem féll úr efstu deild í vor.
- Þýskir fjölmiðlar segja að Max Beneke verði e.t.v. lánaður frá meisturum Füchse Berlin til Bergischer HC til að fylla skarð M’Bengue.
- Ungur færeyskur hægri hornamaður, Óla Jákup Gaard Olsen, hefur gengið til liðs við Coburg í þýsku 2. deildinni. Olsen var í 21 árs landsliði Færeyinga sem vann bronsverðlaun á HM 21 árs landsliða í Póllandi í síðasta mánuði.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -