- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lekic, Toft, Jørgensen, Zachrisson

Andrea Lekic leikmaður FTC í Ungverjalandi og serbneska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Serbneska handknattleikskonan Andrea Lekic komst um helgina í eftirsóttan flokk kvenna sem skorað hafa 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Lekic, sem er 36 ára gömul og er að taka þátt í sínu 17. keppnistímabili í Meistaradeildinni, skoraði þúsundasta mark sitt í sigurleik liðs hennar, FTC, á MKS Zaglebie Lubin, 35:23, á heimavelli í áttundu umferð keppninnar. Þrjár handknattleikskonur hafa áður náð þessum áfanga, Anita Görbicz Jovanka Radicevic og Cristina Neagu. Görbicz var sú fyrsta til að rjúfa þúsundamarkamúrinn. 
  • Sandra Toft markvörður danska kvennalandsliðsins hefur framlengt samning sinn við ungverska meistaraliðið Györ til þriggja ára. Toft gekk til liðs við Györ sumarið 2022 að lokinni þriggja ára veru hjá Brest í Frakklandi.
  • Ungverska meistaraliðið hefur einnig samið við dönsku landsliðskonuna Kristina Jørgensen um að ganga til liðs við félagið næsta sumar. Jørgensen leikur um þessar mundir með franska meistaraliðinu Metz
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Mattias Zachrisson sem varð að leggja skóna á hilluna fyrir þremur árum eftir langvarandi þrautagöngu vegna meiðsla hefur ákveðið að draga fram skóna. Zachrisson hefur æft með Guif í Eskilstuna og  hyggst leika með liðinu gegn Alingsås í vikunni. Zachrisson, sem er 33 ára gamall, lék um langt árabil í Þýskalandi, var m.a. hjá Füchse Berlin. Hann var m.a. í silfurliði Svía á Ólympíuleikunum 2012 og á EM 2018.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -