- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lindberg smitaður, frestað hjá Arnóri Þór, Richardson, Álaborg, Entrerios

Danski handknattleiksmaðurinn Hans Lindberg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin og danska landsliðsins í handknattleik, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Danska handknattleikssambandið greindi frá þessu í gærkvöld en félag hans hafði ekki tjáð sig um málið skömmu fyrir miðnætti.
  • Lindberg var kallaður inn í danska landsliðið fyrir leiki danska landsliðsins við landslið Norður-Makedóníu í undankeppni EM á síðasta fimmtudag og á sunnudag. Síðari leikurinn var í Danmörku.
  • Danska handknattleikssambandið segir í tilkynningu sinni að Lindberg hafi eins og aðrir leikmenn danska landsiðsins reynst neikvæður við ítrekaðar skimanir síðustu daga allt þar til hann kom til Þýskalands eftir þátttöku með danska landsliðinu í leik á sunnudaginn sem fram fór í Álaborg. 

    Ekki er útilokað að þetta verði til þess að leikur Füchse Berlin og GWD Minden sem fram á að fara annað kvöld í þýsku 1. deildinn verði frestað. Það skýrist væntanlega í dag og fer svolítið eftir því hvort Lindberg hafi æft og haft samskipti við samherja sína í Berlínarliðinu eftir að hann kom heim frá Danmörku. 
  • Leik Flensburg og Bergsicher HC, sem Arnór Þór Gunnarsson leikur með, hefur verið frestað en viðureignin átti að fara fram í kvöld. Flensburg greindi frá því um hádegið í gær að leikmaður liðsins hafi greinst smitaður af kórónuveirinni þegar hann sneri til baka úr leikjum með landsliði sínu um liðna helgi. Ekki var greint frá því um hvaða leikmann væri að ræða. Níu leikmenn voru á ferðinni um helgina með fimm landsliðum, ýmist í undankeppni EM að í forkeppni HM. 
  • Franski landsliðsmaðurinn Melvyn Richardson virðist vera orðinn eftirsóttasti handknattleiksmaður nú um stundir. Rhein-Neckar Löwen, Veszprem og Kielce eru öll sögð renna hýru auga til Richardson sem er laus mála hjá Montpellier í sumar. Þess utan hefur Barcelona lengi haft Frakkann í sigtinu til að koma í stað Slóvenans Jure Dolenec. Ljóst er að Richardsson, sem verður 24 ára gamall á árinu verður ekki atvinnulaus á næstunni. 
  • Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, hefur endurheimt Magnus Saugstrup, Benjamin Jakobsen, Simon Gade og Lukas Sandell til baka eftir að þeir veiktust af kórónuveirunni á dögunum. Þeir geta þar með verið í hópnum þegar Álaborgarliðið mætir Elvari Erni Jónssyni og samherjum í Skjern í dönsku úrvalsdeildinni annað kvöld. René Antonsen verður hinsvegar frá keppni í nokkrar vikur eftir að hann handarbrotnaði í viðureign við Aarhus Håndbold fyrir um 10 dögum. 
  • Raul Entrerios varð um liðna helgi leikjahæsti landsliðsmaður Spánar þegar hann tók þátt í sínum 281. landsleik er spænska landsliðið vann það argentínska í vináttulandsleik, 28:24. Markvörðurinn David Barufet á fyrra leikjamet hjá spænska landsliðinu. Entrerios, sem stendur á fertugu, lék sinn fyrsta landsleik fyrir 18 árum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -