- Auglýsing -
- Handknattleiksliðið Phoenix Sports Club, sem varð meistari í karlaflokki á Möltu hefur auglýst í Danmörku eftir handknattleiksfólki, bæði konum og körlum, til þess að leika með liðinu. Félagið segist geta boðið góða aðstöðu, samning til eins eða tveggja ára og síðast en ekki síst, 300 daga af sólskini ár hvert. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir hafi hlaupið á snærið hjá félaginu.
- Daninn Rasmus Rygaard Poulsen hefur verið ráðinn yfirþjálfari H71 í Færeyjum. Poulsen hefur lengi þjálfað í Rúmeníu og Slóvakíu. H71 hefur lengi verið eitt allra fremsta handknattleiksfélag Færeyja.
- Evrópumeistarar SC Magdeburg taka á móti franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla þegar keppni í deildinni hefst 10. september. Þrír Íslendingar verða með SC Magdeburg á næstu leiktíð því Elvar Örn Jónsson bætist í hópinn með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og Ómari Inga Magnússyni.
- Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Ihor Kopyshynskyi og félögum í úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta í Tyrklandi. Þeir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni auk þess að bíða lægri hlut í fyrstu umferð milliriðlakeppni neðstu liðanna.
- Auglýsing -