- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Loksins æfing, sigur hjá Roland, aftur frestað og EM undirbúningur

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Bietigheim t.v. Mynd/Bietigheim
- Auglýsing -
  • Aron Rafn Eðvarðsson og samherjar hans í þýska liðinu Bietigheim losna úr einangrun í dag og geta hafið á fullum krafti undirbúning fyrir viðureign liðsins við Grosswallstadt á miðvikudagskvöld. Bietigheim hefur aðeins leikið þrjá leiki í þýsku 2. deildinni á leiktíðinni eftir að hafa orðið afar illa fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum.
  • Roland Eradze og félagar í úkraínska meistaraliðinu Motor Zaporozhye unnu í gær Motor-Polytechnic-ZAS, 40:18, á heimavelli í úkraínsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Roland og hans menn eru efstir í deildinni með 14 stig að loknum sjö umferðum.

  • Enn einum leiknum var frestað í gær hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, og samherjum hans í PAUC í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir áttu að sækja Chartres heim. Vonir standa til þess að PAUC geti sótti Dunkerque heim á miðvikudagskvöld.
  • Sænska landsliðið í handknattleik kvenna vann það ungverska, 31:25, í síðari vináttuleiknum til undirbúnings fyrir þátttöku liðanna í EM sem hefst á fimmtudaginn á Jótlandi. Svíar voru marki yfir í hálfleik, 12:11. Ungverjar unnu fyrri leikinn á laugardaginn, 28:27. Báðir leikir fóru fram í Trollhättan í Svíþjóð.
  • Spænska landsliðið, sem margir telja að geta orðið í fremstu röð á EM, vann nauman sigur á landsliði Slóvaka í vináttuleik í gær, 24:22. Slóvakar verða ekki með á EM en þeir áttu í fullu tré við Spánverja að þessu sinni. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -