- Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Martinovic leikur ekki með Rhein-Neckar Löwen næstu vikurnar vegna hnémeiðsla. Martinovic var einn öflugasti leikmaður króatíska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í síðasta mánuði.
- Forsvarsmenn hollenska karlaliðsins Limburg Lions leggja árar í bát þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Rekstur félagsins hefur verið þungur og nú er svo komið að ekki verður lengur við svo búið. Limburg Lions hefur alið af sér nokkra af öflugustu handknattleiksmönnum Hollands á síðari árum. Má þar m.a. nefna Luc Steins og Kay Smits.
- Limburg Lions varð til 2008 við sameiningu Sittardia Sittard, V & L Geleen og Beeker FC. Saga þeirra félaga á handknattleiksvellinum nær aftur á miðja síðustu öld.
- Síðast vann Limburg Lions hollenska meistaratitilinn 2023 og árið áður vann lið félagsins Bene-deildina, sameiginlega deild Belgíu, Hollands og Lúxemborgar.
- Auglýsing -