- Auglýsing -

Molakaffi: Milosavljev, Karacic, Quenstedt, Morawski, Kína

- Auglýsing -
  • Óstaðfestar fregnir handball-planet herma að serbneski landsliðsmarkvörðurinn Dejan Milosavljev hafi þegar samið við pólska liðið Industria Kielce frá og með sumrinu 2026. Milosavljev hefur verið jafn besti markvörður þýsku 1. deildarinnar undanfarin ár og varð m.a. þýskur meistari með Füchse Berlin í vor.
  • Króatinn Igor Karacic er sagður vera á leið heim til meistaraliðsins RK Zagreb eftir 15 ár við handknattleiksiðkun með félagsliðum utan heimalandsins. Karacic hefur síðustu 6 ár leikið  með Industria Kielce en var þar áður í 7 ár með Vardar Skopje auk tveggja ára með RK Bosna Sarajevo
  • Þrátt fyrir að hafa verið einn fremsti handknattleiksmaður Króatíu um árabil hefur Karacic, sem er 36 ára, ekki leikið nema um 100 landsleiki. Hann kom inn í króatíska landsliðshópinn á HM í vetur sem leið með skömmum fyrirvara þegar meiðsli herjuðu á leikmenn.  
  • Dario Quenstedt fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við HC Erlangen. Hann kom til félagsins í lok nóvember í fyrra og skrifaði þá undir skammtímasamning út síðustu leiktíð. 
  • Pólski markvörðurinn Adam Morawski hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Industria Kielce eftir 11 ára fjarveru. Hann var undanfarin þrjú ár hjá MT Melsungen í Þýskalandi en var áður árum saman hjá Wisla Plock, erkifjenda Indstria Kielce.
  • Kína vann óvænt Asíumót 17 ára landsliða kvenna sem lauk 26. júlí. Kínverjar lögðu Japani í úrslitaleik, 35:33. Mótið fór fram í Jinggangshan í Kína. Suður Kórea og Kasakstan höfnuðu í þriðja og fjórða sæti. Þar með tryggðu þjóðirnar fjórar sér sæti á HM 18 ára landsliða sem fram fer frá 29. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn fremur en fyrir HM 20 ára landsliða kvenna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -