- Auglýsing -
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson og liðsfélagar í RK Alkaloid töpuðu í gær fyrir Vardar Skopje, 34:28, í viðureign tveggja efstu liða úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu. Eftir jafna stöðu í hálfleik, 17:17, voru lærisveinar Ivan Cupic í Vardar töluvert öflugri. Monsi skoraði tvö mörk í leiknum.
- Vardar er efst með 22 stig eftir 11 leiki. Eurofarm Pelister fór upp fyrir RK Alakaloid og hefur 19 stig, stigi meira en Monsi og liðsfélagar.
- Dagur Gautason skoraði fimm mörk í eins marks sigri ØIF Arendal, 24:23, á útivelli í heimsókn til Halden TH í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Dagur og félagar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. ØIF Arendal er í áttunda sæti með átta stig þegar níu umferðir eru að baki.
- Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk í stórsigri Volda á Glassverket, 38:24, á heimavelli í næst efstu deild norska handknattleiksins. Volda er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig að loknum átta leikjum, er þremur stigum á eftir Aker sem trónir á toppnum.
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði þrjú mörk þegar Fjellhammer tapaði, 33:21, fyrir Byåsen í úrvalsdeild norska handknattleiksins. Leikurinn fór fram á heimavelli Byåsen. Fjellhammer er í 12. sæti af 14 liðum með fjögur stig eftir átta leiki.
- Ryger Stavanger, sem Elías Már Halldórsson þjálfar, tapaði 26:21, á heimavelli fyrir Nordstrand í næst efstu deild norska handknattleiksins í karlaflokki í gær. Ryger Stavanger situr í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -



