- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Mørk, Cots, Andrea, Daníel, Sveinn, Bjarni, Jakob, Matschke

Norska landsliðskonan Nora Mørk. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Nora Mørk, Noregi,  varð markadrottning EM kvenna í handknattleik sem lauk í gær. Hún skoraði 50 mörk, tveimur færri en á EM fyrir tveimur árum og þremur færri þegar hún varð markadrottning EM í fyrsta sinn fyrir sex árum. Mørk er næst markahæsti leikmaður í sögu EM kvenna með 219 mörk. Hún varð einnig markahæst á HM 2017 og í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna 2016 og 2021. 
  • Britney Cots, leikmaður Stjörnunnar, hafnaði í fjórða sæti með landsliði Senegal í Afríkumótinu í handknattleik kvenna sem lauk á laugardaginn. Landslið Senegal tapaði naumlega fyrir Kongó, 20:19, í viðureign um bronsverðlaunin. Mótið fór fram í Dakar í Senegal. Angóla varð Afríkumeistari í fjórða sinn í röð með sigri á Kamerún, 29:19, í úrslitaleik. Fjögur efstu lið mótsins tryggðu sér keppnisrétt á HM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 30. nóvember til 17. desember eftir rúmt ár.
  • Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, skoraði þrjú mörk fyrir EH Aalborg þegar liðið endurheimti efsta sæti næst efstu deildar í danska handknattleiknum í gær. Andrea og stöllur unnu Ejstrup-Hærvejen, 28:23, í Snede-Hallen, heimavelli Ejstrup-Hærvejen.
  • Daníel Freyr Andrésson og félagar í Lemvig fögnuðu sigri á Midtjylland, 30:27, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærdag. Daníel Freyr kom lítið við sögu enda var ekkert upp á frammistöðu félaga hans, Simon Egtved, að klaga. Daníel Freyr fékk að spreyta sig á að verja eitt vítakast en tókst ekki að koma í veg fyrir mark. Vilhelm Poulsen fyrrverandi leikmaður Fram skoraði eitt mark fyrir Lemvig og átti þrjár stoðsendingar. Lemvig er komið upp í 11. sæti deildarinnar með átta stig eftir 14 eiki eins og SønderjyskE og Mors-Thy
  • GOG tókst ekki í gær að komast upp fyrir Aalborg í efsta sæti dönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik karla. Meistarar GOG gerðu jafntefli við Svein Jóhannsson og samherja í Skjern, 32:32, en leikið var í Skjern Bank Arena að viðstöddum rúmlega 2.500 áhorfendum. Sveinn kom ekkert við sögu. Skjern er áfram í fimmta sæti með 19 stig. Leikmannahópur liðsins er rýr um þessar mundir og aðeins 10 leikmenn tóku þátt í leiknum. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson og liðsmenn IFK Skövde féllu í gær úr leik í sænsku bikarkeppninni. Skövde tapaði þá öðru sinni fyrir IFK Kristianstad í átta liða úrslitum, 34:30, og samanlagt 73:64 í tveimur leikjum. Bjarni Ófeigur skoraði fjögur mörk í gær. 
  • Viðureign Kyndils, sem Jakob Lárusson þjálfar, og VB frá Vági í færeysku bikarkeppninni sem fram átti að fara í gær var frestað. 
  • Benjamin Matschke þjálfari þýska 1. deildarliðsins í karlaflokki, HSG Wetzlar, var leystur frá störfum í gærmorgun. Ástæðan er óviðunandi árangur liðsins í deildinni til þessa að mati stjórnenda félagsins. Wetzlar er með sjö stig eftir 13 leiki. Liðið hefur tapað fimm leikjum, þar af fimm á heimavelli. Matschke er þriðji þjálfari deildarinnar sem verður að taka pokann sinn á síðustu vikum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -