- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Mørk, Oftedal, Danir, Spánn tapaði, Dagur, Thomsen, Höghielm

Norska landsliðskonan Nora Mørk. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Nora Mørk skoraði átta mörk og var markahæst í norska landsliðinu þegar það lagði danska landsliðið, 26:24, í vináttuleik í Gjøvik Fjellhall í gærkvöld. Um leið var þetta síðasti landsleikur Stine Oftedal á heimavelli en hún hættir handknattleik eftir Ólympíuleikana. Gjøvik Fjellhall stendur svo sannarlega undir nafni því hún er að hluta til byggð inn í fjallshlíð.
  • Rikke Iversen, Kristina Jørgensen og Anne Mette Hansen skoruðu fjögur mörk hver fyrir danska landsliðið í leiknum við Noreg. Liðin mætast á ný í Kaupmannahöfn á morgun. Verður það síðasti leikur liðanna áður en Ólympíuleikarnir í París hefjast en þar verða bæði lið í eldlínunni. 
  • Norska karlalandsliðið lagði spænska landsliðið, 35:29, í vináttuleik í karlaflokki sem einnig fór fram í Gjøvik Fjellhall í gærkvöld. Tobias Grøndahl var markahæstur í norska liðinu með níu mörk og Alexander Blonz skoraði sjö. Daniel Dujshebaev, Agustín Casado Marcelo og Aleix Gómez Abelló skoruðu fjögur mörk hver fyrir spænska liðið. 
  • Danska karlalandsliðið vann tíu marka sigur á argentínska landsliðinu í vináttuleik í Danmörku í gær, 34:24. Niklas Landin varði eins og berserkur í danska markinu. 
  • Dagur Sigurðsson stýrir króatíska karlalandsliðinu í dag gegn Ólympíu– og Evrópumeisturum Frakka í vináttuleik. Eftir því sem næst verður komist er þetta síðasti leikur Króata áður en þeir hefja keppni á Ólympíuleikunum
  • Danski handknattleiksþjálfarinn Helle Thomsen hefur verið ráðin þjálfari rúmenska meistaraliðsins CSM Búkarest. Thomsen tekur við af Adrian Vasile sem var látinn taka pokann sinn í kjölfar þess að CSM féll úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Thomsen hefur víða þjálfað á síðustu árum, m.a. hollenska landsliðið, Molde í Noregi og Kastamonu í Tyrklandi. Hún hætti hjá Nantes í vor eftir tveggja ára dvöl hjá félaginu. 
  • Sænski línumaðurinn William Höghielm hefur kvatt Nantes í Frakklandi og samið við Sporting Lissabon og verður þar með liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá portúgölsku meisturunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -