- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Mrkva, Thulin, Marquez, Naji, Arnór, erfið staða hjá Elverum

Tomáš Mrkva markvörður Kiel og tékkneska landsliðsins í leik Íslands og Tékklands í Laugardalshöll í mars. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Landsliðsmarkvörður Tékka, Tomas Mrkva, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska meistaraliðið THW Kiel. Nýi samningurinn gildir fram á mitt árið 2025. Mrkva, sem valinn var handknattleiksmaður ársins 2023 í Tékklandi, kom til Kiel frá Bergischer HC sumarið 2022. 
  • Sænski handknattleiksmarkvörðurinn Tobias Thulin sem kom til liðs við GOG þegar Viktor Gísli Hallgrímsson yfirgaf danska meistaraliðið sumarið 2022 hefur ákveðið að söðla um næsta sumar og ganga til liðs við Pick Szeged í Ungverjalandi. Thulin er 28 ára gamall og hefur leikið 43 leiki með sænska landsliðinu. Hann varð m.a. Evrópumeistari með landsliðinu 2022 sem fram fór í Ungverjalandi og í Slóvakíu en stóð í skugga Andreas Palinka og stendur enn. 
  • Chema Marquez, landsliðsmaður Spánar, verður leikmaður franska liðsins St. Raphaël, fram til ársins 2026 samkvæmt samningi sem hann hefur nýverið undirritað. 
  • Bergischer HC og þjálfarinn Jamal Naji hafa náð samkomulagi um að halda áfram samstarfi til ársins 2028 að öllu óbreyttu. Naji tók þjálfun Bergischer HC sumarið 2022 þegar Sebastian Hinze hætti eftir áratug í starfi og tók við þjálfun Rhein-Neckar Löwen. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Naji hjá Bergischer HC. 
  • Norska handknattleiksliðið Elverum varð fyrir áfalli í fyrrakvöld þegar markvörðurinn Robin Haug sleit krossband í viðureign Elverum og Flensburg í 3. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik.
  • Til að bæta gráu ofan á svart þá er hinn aðalmarkvörður Elverum, Simon Mizera, einnig fjarri góðu gamni vegna langvarandi meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik í byrjun mánaðarins. Forráðamenn Elverum leita nú logandi ljósi að markverði til að hlaupa í skarðið. Það er hægara sagt en gert. 
  • Robin Haug samdi fyrr í vetur við HSV Hamburg í Þýskalandi um að koma til félagsins í sumar. Hætt er við að hann komi ekki við sögu hjá þýska liðinu fyrr en komið verður nokkuð inn á næsta tímabil.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -