- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Oddur, Aron, Sveinn, Arnór, Ágúst, Arnar, Elvar, Rakel, Elías, Bjarni

Oddur Gretarsson í leik með Balingen. Mynd/ Balingen- Weilstetten.
- Auglýsing -
  • Oddur Gretarsson er aðra vikuna í röð í úrvalsliði þýsku 2. deildarinnar í handknattleik en úrvalslið 15. umferðar var tilkynnt í gær. Oddur fór á kostum og skoraði 11 mörk í 11 skotum þegar Balingen-Weilstetten lagði Coburg, 35:29, eins og handbolta.is sagði frá á laugardagskvöldið
  • Aalborg komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið vann Skjern, 32:24, á heimavelli eða miklu frekar vegna þess að GOG tapaði óvænt fyrir SönderjyskE, 42:37, en SönderjyskE hefur verið í mesta basli alla leiktíðina. Aalborg hefur 29 stig eins og GOG en stendur betur að vígi. Skjern er í 5. sæti. 
  • Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Aalborgliðið sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá. Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Skjern
  • Ribe-Esbjerg vann mikinn baráttusigur á Skanderborg Aarhus á heimavelli, 29:28, í gærkvöld í dönsku úrvalsdeildinni. Arnar Birkir Halfdánsson skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson stóð hluta leiksins í marki Ribe-Esbjerg og varði sjö skot, 28%. Elvar Ásgeirsson skoraði ekki mark í leiknum. Ribe-Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki. 
  • Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Volda þegar liðið tapaði fyrir Larvik, 35:26, á útivelli í gær í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Katrín Tinna Jensdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir skoruðu ekki mark fyrir Voldaliðið i leiknum. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.  
  • Elías Már Halldórsson fagnaði sigri með Fredrikstad Bkl. í gær í heimsókn til Romerike Ravens, 32:28. Alexandra Lif Arnarsdóttir er leikmaður Fredrikstad Bkl sem er sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir níu leiki. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK SKövde unnu langþráðan sigur í gær í heimsókn til Önnereds í Gautaborg, 28:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Bjarni Ófeigur skoraði tvö mörk átti fimm stoðsendingar. Hinsvegar geiguðu átta markskot hjá Bjarna. IFK SKövde er í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig er 12 stigum á eftir toppliði IFK Kristianstad.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -