- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddi brást ekki bogalistin

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn með Balingen-Weilstetten í kvöld þegar liðið vann Coburg á heimavelli, 35:29, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Oddur skoraði 11 mörk og brást ekki bogalistin í einu skoti. Fjögur marka sinna skoraði Akureyringurinn frá vítalínunni.


Fleiri Íslendingar komu við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason samherji Odds skoraði tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar.

Tumi Steinn Rúnarsson er jafnt og þétt að sækja í sig veðið eftir að hafa verið frá mánuðum saman vegna kviðslits. Hann skoraði fimm mörk í sex skotum og var næst markahæstur hjá Coburg sem er í 10. sæti með 15 stig eftir 15 leiki.


Balingen-Weilstetten er lang efst i deildinni með 28 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur unnið 13 leiki og gert tvö jafntefli.

Í hópi markahæstu manna

Oddur hefur leikið einstaklega vel á leiktíðinni eftir að hafa náð sér góðum af meiðslum og langri endurhæfingu sem héldu honum frá keppni nærri því alla síðustu leiktíð. Oddur er sem stendur í 6. sæti yfir markahæstu leikmenn 2. deildar með 85 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -