- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Oddur, Bjarni, Ásgeir, Buric, Vujovic, Marzo

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -
  • Oddur Gretarsson, vinstri hornamaður Balingen-Weilstetten, er í liði 18. umferðar 2. deildar karla í handknattleik sem valið var eftir að umferðinni lauk á mánudagskvöldið. Oddur lék afar vel í sigurleik Balingen-Weilstetten á Eintracht Hagen, 34:29. Hann skoraði 10 mörk í jafn mörgum skotum, geigaði ekki einu sinni. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði eitt mark og átti tvær sendingar í tveggja marka tapi Skövde fyrir Aranäs, 26:24, í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Skövde var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Skövde er í áttunda sæti með 15 stig. 
  • Ásgeir Snær Vignisson var ekki í leikmannahópi OV Helsingborg þegar liðið vann Redbergslid, 32:29, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Nýliðar Helsingborg eru í 9. sæti með 13 stig eftir 17 leiki en stutt er niður í neðsta sætið en þar er Redbergslid með 11 stig. 
  • Bosníski landsliðsmarkvörðurinn Benjamin Buric er svo sannarlega ekki á förum frá Flensburg-Handewitt. Hann hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir fram á mitt árið 2028. Buric kom til Flensburg frá Wetzlar fyrir fjórum árum. Uppi hafa verið vangaveltur að Buric væri undir smásjá annarra liða. Ljóst er að þau geta tekið hann undan smásjánni. 
  • Svartfellski landsliðsmaðurinn Branko Vujovic gengur til liðs við Veszprém á nýju ári samkvæmt heimildum 24rakomet.mk í Norður Makedóníu. Vujovic á að hlaupa í skarðið fyrir Egyptann Yahia Omar sem sleit krossband fyrir nokkrum vikum. Vujovic hefur verið í herbúðum Hannover-Burgdorf síðan í sumar sem lánsmaður frá Kielce í Póllandi. 
  • Frankis Marzo, markakóngur HM 2021 í Egyptalandi hefur dregið sig út úr landsliðshópi Katar sem býr sig undir HM sem hefst í næsta mánuði. Hvort þar sé um tímabundna ákvörðun að ræða hefur ekki fengist skýring á, eftir því sem næst verður komist.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -