- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Arnór, Sveinbjörn, Axel, Sigvaldi, Róbert, Ásgeir

Óðinn Þór Ríkharðsson fyrir miðri mynd. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen með átta mörk þegar svissnesku meistararnir unnu HC Kriens-Luzern, 29:26, á heimavelli í A-deild svissneska handboltans í gær. Fimm marka sinna skoraði Óðinn Þór úr frá vítalínunni.  Næstur á eftir Óðni Þór var Spánverjinn Joan Canellas með fimm mörk. 
  • Kadetten Schaffhausen er efst í A-deildinni í Sviss með 21 stig eftir 12 umferðir, fimm stigum ofar en HC Kriens-Luzern sem er í öðru sæti. Stöðuna í Sviss og í fleiri deildum Evrópu er má sjá hér
  • Mads Kjeldgaard Andersen tryggði Bergischer HC dramatískan sigur á HSV Hamburg í gærkvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla, 29:28. Andersen skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC sem komst upp í 10. sæti deildarinnar með 10 stig eins og Leipzig og Hamborgarliðið. Arnór Þór var í leikmannahópi Bergischer HC í leiknum en kom ekki mikið við sögu.
  • Sveinbjörn Pétursson og félagar í EHV Aue lögðust væntanlega glaðir á koddann í gærkvöld eftir kærkominn sigur í þýsku 2. deildinni í handknattleik en gengi EHV Aue hefur ekki verið sem best fram til þessa á leiktíðinni. Í gær lagði EHV Aue liðsmenn TuS N-Lübbecke, 31:27, og það á útivelli. Sveinbjörn stóð sig afar vel í marki EHV Aue, varði 13 skot, 34%. Með sigrinum lyftist EHV Aue upp úr neðsta sæti 2. deildar eins og sjá má í stöðunni sem að finna hér ásamt fleiri stöðum í handknattleik í Evrópu.
  • Norska úrvalsdeildarliðið Storhamar stendur vel að vígi eftir sigur á H 65 Höör, 37:28, í fyrri viðureign liðanna í síðari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í Noregi í gær. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar. Síðari viðureignin fer fram í Svíþjóð eftir viku. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst eftir áramót. 
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur hjá Kolstad með átta mörk, þar af þrjú úr vítaköstum þegar liðið vann Nærbø, 28:21, í 10. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikið var í Nærbø. Kolstad er efst í deildinni með 17 stig eftir 10 leiki, einu stigi á undan Elverum
  • Drammen er í þriðja sæti með 15 stig. Drammenliðið hefur tapað niður þræðinum í undanförnum leikjum eftir að hafa verið í forystusæti norsku úrvalsdeildarinnar framan af. Drammen tapaði á heimavelli í gær, 34:25, fyrir Runar Sandefjord. Róbert Sigurðarson er leikmaður Drammen. Hann skoraði ekki mark. Hinn hálfíslenski, Viktor Petersen Norberg, skoraði, þrjú mörk fyrir Drammenliðið. 
  • Ásgeir Snær Vignisson og liðsmenn Fjellhammer virðast vera að hressast, alltént unnu þeir Bergen Håndball í gær, 34:31, á heimavelli. Sigurleikir Fjellhammerliðsins hafa ekki verið eins margir til þessa í norsku úrvalsdeildinni og vonir stóðu til. Ásgeir Snær skoraði eitt mark í leiknum við Bergen. Fjellhammer er þar með komið í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar en stöðuna er að finna hér ásamt fleiri stöðutöflum í evrópskum handknattleik. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -