- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Ólafur, Sunna, Harpa, Steinunn, í Noregi, Telma, Andersson, Lemke

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattlek og leikmaður Kadetten Schaffhausen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann GC Amicitia Zürich, 26:22, á heimavelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gærkvöld. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten. Honum var sýnt gula spjaldið í leiknum. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannhópi GC Amicitia Zürich en var einn starfsmanna liðsins í leiknum. Ólafur er ennþá frá keppni vegna meiðsla. 
  • Staðan hefur lítið breyst. Kadetten er í öðru sæti en GC Amicitia Zürich í fjórða. HC Kriens Luzern virðist eiga deildarmeistaratitilinn nánast vísan. 
  • Sunna Guðrún Pétursdóttir varði 8 skot, 28%, þegar lið hennar GC Amicitia Zürich vann HSC Kreuzlingen, 26:21, á heimavelli í A-deild kvenna í handknattleiknum í Sviss í gærkvöld. Harpa Rut Jónsdóttir skoraði 1 mark fyrir GC Amicitia Zürich sem er í 5. sæti með 16 stig og er 18 stigum á eftir LC Brühl Handball sem er efst. 
  • Steinunn Hansdóttir var markahæst hjá Skanderborg Håndbold með fimm mörk í fimm skotum þegar liðið sótti Ikast heim og tapaði með 10 marka mun, 35:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Skanderborg Håndbold er næst neðst í deildinni. 
  • Storhamar vann Fredrikstad Bkl. með 16 marka mun, 36:20, á heimavelli í 20. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar sem er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig eftir 20 leiki og er 11 stigum á eftir Vipers en fjórum stigum á undan Sola sem er þriðja sæti. Elías Már Halldórsson og liðsmenn Fredrikstad Bkl. sitja í sjöunda sæti með 19 stig. Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Fredrikstad Bkl. í leiknum. 
  • Telma Medos hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Telma, sem stendur á tvítugu, leikur í stöðu línumanns. Hún gekk til liðs við FH frá HK á síðasta sumri. 
  • Hinn þrautreyndi sænski handknattleiksmaður Kim Andersson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við sænska meistaraliðið Ystads IF. Andersson verður 41 árs í sumar en er í frábæru formi. Hann var lengi með THW Kiel í Þýskalandi en hefur leikið með uppeldisfélagi sínu í Svíþjóð í átta ár. 
  • Finn Lemke er tilneyddur að leggja keppnisskóna á hilluna í vor vegna þrátátra meiðsla síðustu tvö ár. Lemke stendur á þrítugu og var m.a. í sigurliði Þjóðverja á EM 2016. Síðustu sex ár hefur Lemke leikið með MT Melsungen og er þar af leiðandi samherji íslensku landsliðsmannanna Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -