- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ólafur, Ágúst, Elvar, Arnar, Tryggvi, Viktor, Óskar, Örn, Roland, Hafþór, Sveinn

Ólafur Andrés Guðmundsson er einn Íslendinga hjá HF Karlskrona. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, fyrir GC Zürich í gær þegar liðið vann Wacker Thun á útivelli, 28:21. GC Zürich er sem fyrr í fjórða sæti svissnesku A-deildarinnar.
  • Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki Ribe-Esbjerg í gær þegar liðið tapaði naumlega á útivelli fyrir Danmerkurmeisturum GOG, 33:32, í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst Elí varði 13 skot, 32,5%. Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Arnar Birkir Hálfdánsson átti tvö markskot sem misstu marks. Ribe-Esbjerg er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig eftir átta leiki. GOG er í öðru sæti með 14 stig, stigi á eftir Aalborg Håndbold.


  • Tryggvi Þórisson var aðallega með í varnarleik IK Sävehof í gær þegar liðið vann HK Aranäs, 32:22, í sjöttu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. IK Sävehof er komið upp í þriðja sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. IFK Kristianstad er efst með 14 stig að loknum sjö leikjum.
  • Viktor Petersen Norberg skoraði 10 mörk í 12 skotum og átti fimm stoðsendingar þegar Drammen burstaði Haslum HK, 40:25, á heimavelli Haslum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Óskar Ólafsson skoraði ekki mark fyrir Drammen en átti fjórar stoðsendingar. Örn Vésteinsson Östenberg skoraði þrjú af mörku Haslum HK sem er næst neðst 12 liða í deildinni með tvö stig eftir sex leiki. Drammen er í þriðja sæti með átta stig, fjórum stigum á eftir Kolstad sem trónir í efsta sæti.


  • Roland Eradze aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor fagnaði sigri í gær á Wolfe Wurzburg (áður Rimpar Wölfe) 32:28, í þýsku 2. deildinni. Þetta var annar sigur Motor í átta leikjum deildarinnar og er liðið í 16. sæti af 20.
  • Hafþór Már Vignisson og Sveinn Andri Sveinsson fá nýjan þjálfara í dag eða næstu daga eftir að Till Wiechers þjálfari Empor Rostock varð að axla sín skinn í gær í kjölfar slaks árangurs liðsins það sem af er leiktíðar í þýsku 2. deildinni. Empor Rostock hefur aðeins unnið sér inn tvö stig í sjö fyrstu leikjum sínum í deildinni og er ásamt Wolfe Wurzburg og Eintracht Hagen í sautjánda til 19. sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -