- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Omeyer í nýtt starf, bikar í Noregi, óvissa hjá Svía og landsliðskona seld

Thierry Omeyer klæðist jakkafötum í nýja starfinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Thierry Omeyer, sem var árum saman markvörður franska landsliðsins og einn sá besti af sinni kynslóð hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra handknattleiksliðs PSG: Omeyer tekur við starfinu af öðrum fyrrverandi markverði, Bruno Martini. Sá síðarnefndi hefur verið í framkvæmdastjórastarfinu síðustu 10 ár. Omeyer hefur verið íþróttastjóri hjá PSG í tæp tvö ár eftir að hann lagði keppnisskóna á hilluna eftir stórbrotinn og sigursælan feril.
  • Elverum varð í fyrrakvöld norskur bikarmeistari í handknattleik karla eftir átta marka sigur á Nærbø úrslitaleik að viðstöddum 200 áhorfendum í Boligpartner Arena í Hamri, 37:29. Elverum var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda en fjögurra marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 19:15. Simen Nicolay Schønningsen, Dominik Mathe og Alexander Christoffersen Blonz skoruðu  sex mörk hver fyrir Elverum. Andreas Horst Haugseng og Tord Aksnes Lode skoruðu sjö mörk hvor fyrir Nærbø. Þetta í fjórða sinn sem Elverum verður bikarmeistari.
  • Vafi leikur á hversu mikið Albin Lagergren getur tekið þátt í undirbúningi sænska landsliðsins fyrir HM  í Egyptalandi. Lagergren glímir við meiðsli. Sænska landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. Þegar hafa sjö sterkir leikmenn dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla eða af persónulegum ástæðum. Glenn Solberg, hinn norski landsliðsþjálfari Svía, hefur þar af leiðandi í mörg horn að líta við að koma saman sterku liði fyrir HM. Sænska landsliðið mætir landsliði Svartfellinga í tvígang, 6. og 9. janúar í undankeppni EM 2022.
  • Danskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að Odense Håndbold hafi greitt Köbenhavn Håndbold 600.000 kr danskar krónu fyrir landsliðskonuna Mia Rej þegar hún skipti óvænt á milli félaga í vikunni. Þetta er jafnvirði 12,5 milljóna króna sem þykir mikið, ekki síst í ljósi þess að dönsk félagslið greiða yfirleitt ekki kaupverð fyrir leikmenn heldur fá þá til liðs við sig þegar samningar renna út annarsstaðar. Rej var með gildan samning við Kaupmannahafnarliðið. Hún skrifaði undir eins og hálfs árs langan samning við Odense Håndbold.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -