- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Haukur Arnór, Elvar, Ágúst

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Sporting Lissabon. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ekkert lát er á sigurgöngu Orra Freys Þorkelssonar og félaga í Sporting í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu Vitória SC, 35:28, á útivelli í 13. umferð deildarinnar í gær á heimavelli Vitória.  Orri Freyr skoraði aðeins eitt mark í leiknum úr eina markskotinu sem hann átti. Sporting er efst með 13 sigra í jafn mörgum leikjum. 
  • Haukur Þrastarson og félagar í Dinamo Búkarest unnu CSU Suceava, 39:31, á heimavelli í 10. umferð rúmensku 1. deildarinnar í gær. Haukur skoraði ekki mark í leiknum. Dinamo hefur full hús stiga eftir leikina tíu. Minaur Baia Mare, sem tapaði fyrir Val í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í vor er í öðru sæti, fimm stigum á eftir Dinamo og hefur auk þess leikið 11 leiki. 
  • Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro stýrði sínum mönnum til sigurs á Ribe-Esbjerg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 39:30. Eftir sigurinn er Holstebro í 6. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 12 leiki, er átta stigum á eftir GOG sem trónir á toppnum. 
  • Elvar Ásgeirsson kom lítið við sögu hjá Ribe-Esbjerg í leiknum ef marka má leikskýrsluna. Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, 13%. Ribe-Esbjerg  er áfram í miklum vandræðum í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig í 12 leikjum, fjórum stigum á eftir Kolding sem er í næsta sæti fyrir ofan. 
  • Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -