- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Stiven, Tryggvi, Solberg, Kristín

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk fyrir Sporting í öruggum sigri liðsins á Águas Santas Milaneza í 15. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Sporting er efst í deildinni með fullt hús stiga. Porto er næst á eftir. 
  • Stiven Tobar Valencia skoraði tvö mörk fyrir Benfica í fyrrakvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Vitória SC, 36:23, á heimavelli í portúgölsku 1. deildinni. Benfica er í þriðja sæti. 
  • Orri Freyr og Stiven Tobar eru þar með komnir í jólaleyfi frá kappleikjum en þráðurinn verður ekki tekinn aftur upp í deildinni fyrr en í byrjun febrúar vegna þátttöku portúgalska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi í næsta mánuði. 
  • Tryggvi Þórisson og samherjar í Sävehof unnu Aranäs, 27:24, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld í næst síðasta leik 14. umferðar deildarinnar. Sävehof  er efst  í deildinni með 24 stig eftir 14 leiki, þremur stigum á undan Skövde. Ólag var á vef sænsku deildarkeppninni í gærkvöld og þar með var ekki hægt að ganga úr skugga um það hvort Tryggvi skoraði í leiknum. 
  • Norski landsliðsmarkvörðurinn Silje Solberg kveður ungverska meistaraliðið Györ á næsta sumri eftir fjögurra ára dvöl. Óljóst er hvaða lið klófestir Solberg en danska meistaraliðið Esbjerg eða Evrópumeistarar Vipers þykja ekki ósennileg. Danski landsliðsmarkvörðurinn Althea Reinhardt mun vera ofarlega á óskalista Györ sem eftirkona Solberg.
  • Kristín Þorleifsdóttir landsliðskona Svíþjóðar hefur samið við ungverska liðið DVSC Schaeffler frá og með næsta sumri. Kristín, sem á íslenska foreldra en hefur alið allan sinn aldur í Svíþjóð, er nú leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. DVSC Schaeffler er eitt af sterkari liðum Ungverjalands og á m.a. sæti í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. 
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn Vincent Gérard ætlar að leggja keppnisskóna á hilluna næsta sumar þegar samningur hans við THW Kiel rennur út. Gérard meiddist á undirbúningstímabilinu í sumar, rétt áður en keppnistímabilið hófst, og hefur ekkert leikið með liðinu á keppnistímabilinu.
  • Gérard varð 37 ára gamall á dögunum. Hann hefur verið markvörður franska landsliðsins síðustu 10 ár en hefur alltaf staðið í skugga hins frábæra markvarðar Thierry Omeyer þótt hinn síðarnefndi sé hættur fyrir nokkrum árum. Á ferlinum hefur Gérard leikið með öllum fremstu handknattleiksliðum Frakklands. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -