- Auglýsing -
- Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon mæta Águas Santas Milaneza í átta liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik karla 18. apríl. Dregið var í átta liða úrslit í gær. Sporting, sem varði bikarmeistari á síðasta ári, leikur á útivelli.
- Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar í FC Porto verða að fara til Madeira til leiks í átta liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar. Porto dróst á móti Marítimo Madeira Andebol SAD og mætast liðin föstudaginn langa, 18. apríl.
- Benfica, sem Stiven Tobar Valencia leikur með, féll úr leik í 16-liða úrslitum fyrir Sporting.
Oftast lesið síðasta sólarhring:
- Auglýsing -