- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ortega, Erna Guðlaug, Daðey Ásta, Gerard, Johansson og EM2026 og 2028

Carlos Ortega er orðaður við þjálfarastarfið hjá Barcelona. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Eftir að það spurðist út í gær að Xavi Pascual hafi óskað eftir að láta af starfi þjálfara Barcelona í sumar var Carlos Ortega, þjálfari Hannover-Burgdorf, fljótlega orðaður við starfið. Ortega er að vísu samningsbundinn þýska liðinu fram á mitt næsta ár og þar með óvíst að hann geti tekið við Katalóníuliðinu í sumar. Ortega er þrautreyndur þjálfari sem m.a. var við stjórnvölinn hjá Veszprém í Ungverjalandi um árabil. Hann var einnig leikmaður Barcelona frá 1994 til 2005.
  • Tvær ungar og efnilega handknattleikskonur hjá Fram leika ekki fleiri leiki á þessu keppnistímabili. Erna Guðlaug Gunnarsdóttir handarbrotnaði í viðureign með ungmennaliði Fram fyrir helgina. Hin er Daðey Ásta Hálfdánsdóttir. Hún sleit krossband í hné í leik með 3. flokki á dögunum auk þess að slasast alvarlega á olnbogalið. Daðey Ásta, sem er mikið efni og skrifaði á dögunum undir samning við Fram, á langa endurhæfingu fyrir höndum. Báðar voru máttarstólpar í ungmennaliði Fram sem varð deildarmeistai í Grill 66-deildinni á dögunum. Einnig hafa þær tekið þátt í nokkrum leikjum með Olísdeildarliði Fram. 
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn Vincent Gerard hefur skrifað undir samning við Saint-Raphael. Samningurinn tekur gildi sumarið 2022 og er til þriggja ára.  Gerard hefur leikið með PSG frá árinu 2019. Hann segir í viðtali við franska íþróttablaðið L´Equipe að ekki hafi verið áhugi innan PSG fyrir nýjum samningi við sig. Gerrard er 34 ára gamall og lék með Montpellier frá 2015 til 2019 áður en hann flutti til Parísar. 
  • Einn efnilegasti handknattleiksmaður Svía,  Eric Johansson, hefur samið við Elverum og verður þar með samherji Orra Freys Þorkelssonar á næsta keppnistímabili. Johansson, sem stendur á tvítugu, kemur til Elverum frá Guif í Eskilstuna. 
  • Handknattleikssambönd Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hafa sameinast um umsókn að halda EM kvenna og karla 2026 og 2028. Fleiri þjóðir velta fyrir sér að sækja um mótin en ákveðið verður í nóvember hvar EM karla og kvenna 2026 og 2028 fara fram. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -