- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óskar, á leið til Serbíu, kórónuveiran er enn á ferli, Jørgensen

Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -
  • Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg var með fimm mörk þegar Drammen vann stórsigur á Halden, 40:24, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikið var í Drammenhallen. Næsti leikur Drammenliðsins verður við Nærbö um helgina í undanúrslitum Evrópbikarkeppninnar í handknattleik áður en úrslitakeppninni verður haldið áfram.
  • Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hélt af landi brott snemma í morgun áleiðis til Serbíu þar sem það leikur við landslið heimakvenna á laugardaginn í síðustu umferð undankeppni Evrópumóts landsliða, 6. riðli. Um er að ræða hreinan úrslitaleik milli Serbíu og Íslands um sæti í lokakeppni EM. Svíar innsigluðu þátttökuréttinn með sigri á íslenska liðinu á Ásvöllum í gærkvöld, 29:23.
  • Serbar eru tveimur stigum á undan íslenska liðinu fyrir leikinn en þar sem Ísland vann fyrri viðureingina, 23:21, verða Serbar að vinna á laugardaginn eða að ná jafntefli. Íslenska liðið verður að vinna til að komast áfram. Leikurinn fer fram í Zrenjanin, nokkuð norður af Belgrad og hefst klukkan 16 á laugardaginn. 
  • Auk Svía eru Pólland, Sviss, Danmörk, Holland, Frakkland, og Spánn örugg áfram í lokakeppnina auk gestgjafanna Slóvena, Svartfellinga og Norður Makedónímanna til viðbótar við Evrópumeistara Noregs. Sextán þjóðir senda lið á EM 2022 en þetta er síðasta Evrópumótið áður en þátttökuþjóðum verður fjölgað í 24. 
  • Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í reikninginn í þýska handboltanum. Í gær var viðureign Íslendingaliðsins TV Emsdetten og Dessau-Roßlauer í 2. deild, sem til stóð að færi fram á morgun verið frestað. Veiran herjar enn í herbúðum TV Emsdettn en með liðinu leika m.a. Íslendingarnir Anton Rúnarsson og Örn Östenberg Vésteinsson. Viðureign TV Emsdetten og Großwallstadt  sem átti að fara fram á dögunum var einnig slegið á frest. 
  • Danska handknattleikskonan Stine Jørgensen hefur ákveðið að flytja heim í sumar eftir nokkurra ára veru utan heimalandsins. Jørgensen, sem er 31 árs og lék lengi með danska landsliðinu hefur skrifað undir fjögurra ára samning við København Håndbold. Samningur Jørgensen við þýska liðið Bietigheim rennur út í sumar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -