- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óvænt hjá Gíneu, Háfra, Micijevic, herða reglur, Capdeville, Galia

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -
  • Óvænt úrslit voru í Afríkukeppni karla í handknattleik í Kaíró í gær þegar annar leikdagur fór fram. Gínea, sem tekur nú þátt í keppninni í þriðja sinn, vann Alsír, 28:22, og gæti þar með blandað sér í baráttuna um sæti á HM. Lið Gíneu hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á sannfærandi hátt en þeir unnu Gabon með 13 marka mun í fyrradag. Fimm efstu lið Afríkukeppninnar tryggja sér keppnistrétt á HM á næsta ári.
  • Kongó vann öruggan sigur á Sambíu, 43:24. Angóla lagði Senegal, 32:25, Marokkómenn unnu Kamerúna með sjö marka mun, 35:28, í fyrsta leik sínum á mótinu. Eins byrjaði lið Grænhöfðaeyja mótið í gær með öruggum sigri á Nígeríu, 35:29. Nígeríumenn hafa ekki fengið draumabyrjun á mótinu og tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.

  • Ungverska landsliðskonan í handknattleik, Nóemi Háfra, hefur verið lánuð í eitt ár til dönsku meistaranna Odense Håndbold. Háfra er samningsbundin ungverska meistaraliðinu Györ. Hún átti erfitt uppdráttar hjá Györ á síðasta keppnistímabili og óskaði eftir að fá að breyta til. Niðurstaðan varð þessi og mun Háfra hlakka til að flytja til Óðinsvéa.
  • Króatíska landsliðskonan Camilla Micijevic leikur ekki með Metz fyrr en undir næsta vor ef allt gengur vel hjá henni. Micijevic var alvarlega meidd á hné og gekkst undir aðgerð á dögunum í stað þess að hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil með samherjum sínum í upphafi vikunnar.
  • Rúmensk yfirvöld hafa skyldað félög til þess að 40% leikmanna hvers liðs í boltaíþróttum séu rúmenskir ríkisborgarar. Taka reglurnar gildi fyrir næsta keppnistímabil, 2022/2023. Reglurnar eiga eftir að valda mörgum félögum erfiðleikum, þar á meðal landsmeisturum kvenna í handknattleik, CSM Búkarest. Aðeins þriðjungur leikmanna sem er á samningi við liðið eru rúmenskir ríkisborgarar.
  • Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn Gustavo Capdeville hefur skrifað undir nýjan samning við Benfica. Nýi samningurinn gildir til næstu fjögurra ára. Benfica vann Evrópudeildina í handknattleik karla í vor. Benfica hefur ennfremur samið við Leandro Semedo landsliðsmann Grænhöfðaeyja til tveggja ára. Semedo hefur síðustu þrjú ár leikið á Spáni við afar góðan orðstír.

  • Hinn 43 ára gamli tékkneski markvörður, Martin Galia, hefur samið við Banik Karvina í heimalandi sínu. Galia hefur lengi verið að og nú síðast verið markvörður TSV St. Otmar St. Gallen um sex ára skeið. Galia lék um árabil í Þýskalandi og var lengi aðalmarkvörður tékkneska landsliðsins. Reyndist hann íslenskum landsliðsmönnum á stundum óþægur ljár í þúfu m.a. í viðureign Tékklands og Íslands á EM 2004 í Slóveníu.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -