- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Palasics, Hoberg, átta á vellinum, El-Deraa

Ungverski markvörðurinn Kristof Palasics leikur ekki fleiri leiki með Benfica. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Ungverska meistaraliðið One Veszprém, sem Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson leika með, hefur kallað markvörðinn Kristof Palasics í skyndi til baka úr láni frá Benfica í Portúgal. Ástæðan er sú að danski markvörðurinn Mike Jensen verður frá keppni um ótiltekinn tíma en hann hefur verið annar af tveimur aðalmarkvörðum One Veszprém á leiktíðinni.
  • Brotthvarf Palasics er talsvert áfall fyrir Benfica sem Stiven Tobar Valencia leikur með enda hefur Ungverjinn verið öflugur með liðinu á leiktíðinni. Benfica mætir GOG á heimavelli í kvöld í fyrri umferð útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. 
  • Danska handknattleikskonan Ida Margrethe Hoberg sem lék með KA/Þór síðari hluta leiktíðarinnar 2022/2023 kveður þýska liðið Blomberg-Lippe í sumar að lokinni tveggja ára veru. Ekki kemur fram í fregnum hver verður næsti áfangastaður Hoberg.
  • Í viðureign VfL Lübeck-Schwartau og HC Elbflorenz 2006 í 2. deild þýska handknattleiksins á laugardaginn jafnaði VfL Lübeck-Schwartau á síðustu sekúndu, 33:33, og krækti í mikilvægt stig. Það fór hins vegar alveg framhjá dómurum og eftirlitsmanni að VfL Lübeck-Schwartau var með átta leikmenn inni á vellinum í síðustu sókninni, sjö sóknarmenn auk markvarðar. 
  • Forsvarsmann HC Elbflorenz kærðu ekki framkvæmd leiksins þótt þeir hafi átt þess kost. Þeir sætta sig við jafnteflið sem þykir afar drengileg ákvörðun. HC Elbflorenz er í hópi efstu liða en VfL Lübeck-Schwartau er næst neðst.
  • Egypski handknattleiksmaðurinn Seif El-Deraa hefur samið við Barcelona frá og með næsta keppnistímabili að lokinni þriggja ára veru Limoges í Frakklandi. Hann er bróðir Yehia Mohamed Yehia El-Deraa sem leikur með One Veszprém í Ungverjalandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -