- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Porte, Presov, Vojvodina, PSG, Brest, Gordo, tvíburar flytja

Franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte fyrir miðri mynd. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte hefur framlengt samning sinn við Montpellier til ársins 2024. 
  • Tatran Presov varð á sunnudaginn meistari í Slóvakíu í fjórtánda árið í röð í karlaflokki. Spennandi deildarkeppni þar að baki.
  • Á laugardaginn varð RK Vojvodina serbneskur landsmeistari í handknattleik karla eftir sigur á Partizan, 28:20, í úrslitaleik. ­Þetta er níundi meistaratitill RK Vojvodina sem hefur jafnað metin við Rauðu stjörnuna og Partizan.
  • Paris SG vann frönsku bikarkeppnina í karlaflokki á laugardaginn með fjögurra marka sigri á Montpellier í úrslitaleik, 30:26. Í kvennaflokki hrósuðu leikmenn Brest Bretagne sigri í bikarkeppninni. Brest vann Nantes, 37:33, í úrslitaleik. 
  • RK Vardar vann bikarkeppnina í karlaflokki í Norður-Makedóníu um helgina. Vardar vann RK Eurofarm Pelister, 26:24, í úrslitaleik. 
  • Spánverjinn Dani Gordo hefur verið ráðinn þjálfari Meshkov Brest frá og með næsta keppnistímabili. Portúgalinn Nuno Farelo verður Gordo til halds og trausts. Gordo tekur við af Raúl Alonso sem á dögunum var ráðinn íþróttastjóri þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen. Gordo var í stuttan tíma landsliðsþjálfari Brasilíu frá árslokum 2019 fram undir vorið 2020.
  • Portúgalskir tvíburabærður Kevynn og Oliver Nyokas hafa skrifað undir tveggja ára samning við RK Metalurg í Norður-Makedóníu. Kevynn leikur nú með Sporting Lissabon en Oliver er á mála hjá Nantes í Frakklandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -