- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ráðherra, Reichmann, Poulsen, Wolff, Portner, Zehnder

Borko Ristovski er að taka við sem ráðherra íþróttamála í Norður Makedóníu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Borko Ristovski fyrrverandi landsliðsmarkvörður Norður Makedóníu hefur verið skipaður ráðherra íþróttamála í heimalandi sínu. Ristovski tekur við á næstu dögum og hefur þegar sagt af sér öllum störfum hjá handknattleiksliðinu Vardar. Ristovski lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en hann lék m.a. með Barcelona auk félagsliðum í Þýskalandi auk heimalandsins. 
  • Þýskir handknattleiksmaðurinn Tobias Reichmann sem tók fram handboltaskóna um áramótin hefur samið við Füchse Berlin eftir að hafa kvatt Rhein-Neckar Löwen að lokinni hálfs árs dvöl. Reichmann hafði fengið nóg af handknattleik fyrir ári að loknu einu tímabili með 3. deildarliðinu Emsdetten en fann sig á ný á vellinum á síðasta keppnistímabili. Talið var að Reichmann ætlaði að hætta leik eftir tímabilið hjá Rhein-Neckar Löwen en ljóst er að svo verður ekki.
  • Reichmann, sem er 36 ára gamall, á að fylla í skarðið sem Hans Lindberg skilur eftir sig en Lindberg flutti til Danmerkur á dögunum eftir langan og glæsilegan feril í þýsku 1. deildinni í ríflega hálfan annan áratug. 
  • Færeyski hornamaðurinn Hákun West av Teigum verður áfram hinni hægri hornamaður Füchse Berlin sem hafnaði í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á nýliðnu tímabil. 
  • Reichmann var í sigurliði Þýskalands á EM 2016 í bronsliðinu á ÓL sama ár. Auk RheinNeckar Löwen og Emsdetten hefur Reichmann m.a. leikið með THW Kiel og Melsungen í Þýskalandi og Kielce í Póllandi þar sem hann var eftirmaður Þóris Ólafssonar.
  • Færeyska landsliðskonan Liv Poulsen hefur gengið til liðs við nýliða dönsku úrvalsdeildarinnar, EH Aalborg. Hún var áður leikmaður TMS Ringsted sem leikur í næst efstu deild í Danmörku
  • Áfram eru vangveltur í þýsku fjölmiðlum um hugsanlega komu landsliðsmarkvarðarins Andreas Wolff í þýsku 1. deildina. Mánuðum saman hefur því gert skóna að Wolff gangi til liðs við meistaraliðið SC Magdeburg. Nú herma heimildir Bild THW Kiel hafi blandast í málið. Félagið sé tilbúið að greiða pólska liðinu Indurstria Kielce 600 þúsund evrur, jafnvirði um 90 milljóna króna, fyrir Wolff auk franska markvarðarins Samir Bellahcene. Wolff er samningsbundinn Kielce til fjögurra næstu ára
  • Wolff mun þar með brúa bilið hjá THW Kiel þangað til spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas kemur til Kiel að ári liðnu.
  • Talið er að Nikola Portner markvörður Magdeburg, sem á yfir höfði sér dóm vegna lyfjanotkunar, fái þriggja til sex mánaða bann frá apríl að telja. Þar með getur hann verið væntanlegur aftur til leiks í lok október. Verði það niðurstaðan telja stjórnendur Magdeburg óþarfa að kosta háum upphæðum til að kaupa Wolff undan samningi hjá Kielce og þaðan af síður að fara í kapphlaup við THW Kiel um kappann. 
  • Svissneski handknattleiksmaðurinn Manuel Zehnder hefur krafist þess að samningi sínum við HC Erlangen í Þýskalandi verði rift. Zehnder var lánaður frá Erlangen til Eisenach á síðustu leiktíð og sló í gegn í deildinni og varð m.a. markakóngur. Þegar hann mætti á ný í herbúðir Erlangen leist kappanum ekki á blikuna og vill ekki leika með liðinu. Zehnder á ár eftir af samningi sínum við Erlangen. Krafa um riftun hefur verið sent til dómstóla.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -