- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ríða á vaðið, frændþjóðir mætast, bætir ekki úr skák, Balic

Dómararnir sjóuðu, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma í Mannheim í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma í dag fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Þeir félagar dæma viðureign Hollands og Bosníu annarri umferð í E-riðli. Leikurinn fer fram í SAP-Arena í Mannheim og hefst klukkan 17.
  • Bosníumenn töpuðu fyrir Svíum í fyrstu umferð á fimmtudagskvöld. Hollendingar lögðu Georgíumenn örugglega.
  • Sex leikir eru á dagskrá EM karla í handknattleik í kvöld. M.a. mætast frændþjóðirnar Færeyjar og Noregur í Berlín klukkan 19.30.
  • Miguel Sanchez-Migallon, helsti varnarmaður spænska landsliðsins, meiddist í tapleiknum við Króata í gærkvöld á EM og verður ekki meira með í keppninni. Vart bætir fjarvera hans úr skák. Spænska landsliðið fékk á sig 39 mörk í tíu marka tapi í leiknum við Króata. Spænsku markverðirnir vörðu aðeins eitt skot.
  • Tap Spánverja, 39:29, var það versta sem þeir hafa hlotið á stórmóti í handknattleik í 15 ár eða frá því að þeir töpuðu fyrir Króatíu, 32:22, á HM í Króatíu 2009. Áður hafði spænska landsliðið mest tapað með átta marka mun í lokakeppni EM, í bæði skiptin fyrir Frökkum, 1996 og aftur 10 árum síðar.
  • Ivano Balic hefur tekið við starfi hjá uppeldisfélagi sínu RK Split. Hann verður hluti af starfsliði félagsins sem á lið í næst efstu deild karla í króatíska handboltanum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -