- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sagosen, Bredal, Atman, Zubac

Sander Sagosen verður hugsanlega lengur frá keppni en gert var ráð fyrir í fyrstu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Bakslag er í meiðslum norsku handknattleiksstjörnunnar Sander Sagosen. Hann fer í aðra aðgerð á ökkla í upphafi vikunnar, eftir því sem TV2 í Noregi sagði frá í gær. Sagosen ökklabrotnaði í leik fyrir um mánuði og fór þá fljótlega í aðgerð. 
  • Nú virðist hafa komið í ljós að ekki hafi tekist nógu vel til og því þörf á annarri aðgerð sem væntanlega getur lengt enn tímann þangað til Sagosen mætir út á völlinn a nýjan leik. Upphaflega var reiknað með sex til átta mánaða fjarveru.

     
  • Sagosen á eitt tímabil eftir með THW Kiel í Þýskalandi áður en hann gengur til liðs við Kolstad frá Þrándheimi sumarið 2023. 
  • Sagosen gekk í hjónaband á dögunum. Eiginkona hans er Hanna Bredal Oftedahl, systir handknattleikskonunnar Stine Bredal. Hanna eiginkona Sagosen lék handknattleik um árabil og náði m.a. að leik með norska landsliðinu áður en meiðsli neyddu hana til þess að leggja skóna á hilluna fyrir þremur árum. 

  • Rússneski landsliðsmaðurinn Pavel Atman hefur ákveðið að yfirgefa CSKA Moskvu í  heimalandinu og ganga til liðs við Maccabi Rishon LeZion í Ísrael. Vistaskiptin koma mörgum spánskt fyrir sjónir. 
  • Sænska ungstirnið Noah Zubac sem skrifaði undir fimm ára samning við Kielce í febrúar hefur verið lánaður til pólska liðsins Gwardia Opole sem leikur eins og Kielce í pólsku úrvalsdeildinni.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -