- Auglýsing -
- Tveir markahæstu leikmenn handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum eiga þess ekki kost að bæta við fleiri mörkum. Norðmaðurinn Sandor Sagosen er markahæstur með 43 mörk og Svíinn Hampus Wanne er næstur með 41 mark.
- Daninn Mikkel Hansen er ennþá með. Hann er þriðji markahæstur með 40 mörk. Landi hans Mathias Gidsel er næstur á eftir með 35 mörk. Þar á eftir er Spánverjinn Aleix Gomez Abello með 32 mörk. Þremenningarnir verða í eldlínunni í dag í undanúrslitum.
- Sagosen hefur átt flestar stoðsendingar á leikunum, 27. Nikola Karabatic, Frakklandi, og Danirnir Hansen og Gidsel, hafa átt 25 stoðsendingar hver á samherja sína á Ólympíuleikunum.
- Svartfellingurinn Jovanka Radicevic er markahæst í kvennaflokki í handknattleikskeppninni. Hún féll úr keppni í gær þegar Svartfellingar töpuðu fyrir Rússum í átta liða úrslitum. Radicevic skoraði 46 mörk í sex leikjum. Nora Mörk, Noregi, er í öðru sæti með 34 mörk og Migyeong Lee, Suður Kóreu, er þriðja með 32 mörk. Landa hennar Ryu Eun Hee er í fjórða sæti með 31 mark eins og Jamina Roberts, Svíþjóð.
- Svíinn Carim Strömberg hefur átt flesta stoðsendingar kvenna í handknattleikskeppninnar, alls 33. Guialo Isabel frá Angóla er næst með 28 og Norðmaðurinn Stine Oftedal er þriðja með 26.
- Auglýsing -