- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Ólafur, Kiel, Nexe, Vojvodina

Sandra Erlingsdóttir leikmaður TuS Metzingen og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Sandra Erlingsdóttir lék ekki með TuS Metzingen í fyrsta leik liðsins af þremur á æfingamóti í Ungverjalandi i gær. TuS Metzingen tapaði fyrir japanska landsliðinu, 32:30. Sandra á afmæli í dag og sendir handbolti.is henni hér með hamingjuóskir með afmælið. 
  • Ólafur Brim Stefánsson leikur ekki með Fram á næstu leiktíð í Olísdeildinni. Arnar Daði Arnarsson handknattleiksþjálfari og sérfræðingur, sagði frá því í gær að Ólafur Brim hafi rift samningi sínum við Fram. Jafnframt heldur Arnar Daði því fram að Ólafur Brim eigi í viðræðum við Gróttu. Hann lék undir stjórn Arnars Daða hjá Gróttu frá 2020 til 2022.
  • Forráðamenn þýsku meistaranna, THW Kiel, leita þessa dagana logandi ljósi að örvhentri skyttu. Hinn margreyndi Steffen Weinhold er meiddur í öxl og U19 ára landsliðsmaðurinn Henri Pabst meiddist alvarlega á ökkla í vináttuleik við íslenska landsliðið á dögunum. Báðir verða frá keppni um nokkuð langt skeið. Norðmaðurinn Harald Reinkind er eina örvhenta skytta liðsins sem stendur sem nægir ekki. 
  • Króatinn Lovro Jotić var í gær leystur undan samningi við DHfK Leipzig. Hann samdi rakleitt við RK Nexe í heimalandi sínu. Jotić er sjötti leikmaðurinn sem Nexe krækir í á síðustu vikum. Ljóst má vera að liðið ætlar sér ekki aðeins að standa sig í stykkinu í Evrópudeildinni á leiktíðinni heldur á að freista þess að vinna meistaratitilinn í Króatíu sem RK Zagreb hefur unnið 30 ár í röð. 
  • Serbneska meistaraliðið RK Vojvodina frá Novi Sad samdi í gær við línumanninn Marouan Chouiref sem leikið hefur með Tremblay í Frakklandi síðustu árin. RK Vojvodina vann Evrópubikarkeppnina í vor og ætlar sér ekki að vera með upp á punt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð, ef að líkum lætur. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -