- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi, Dagur, Ásgeir, Ólafur, Þorgils, Meincke, Jörgen

Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk þegar Kolstad steinlá á heimavelli fyrir Aalborg Håndbold, 29:18, í uppgjöri Norðurlandaliðanna í níundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Þrándheimi. Aalborg settist í efsta sæti deildarinnar með sigrinum og verður þar a.m.k. fram á kvöld þegar Haukur Þrastarson og félagar í Kielce eiga leik gegn Eurofarm Pelister á heimavelli. Kolstad er í fjórða sæti A-riðils með 9 stig, þremur á eftir Aalborg. 
  • Dagur Gautason var næst markahæstur hjá ØIF Arendal í sigri liðsins á Bergen Håndball, 36:30, á heimavelli í Sør Amfi í norsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum fór ØIF Arendal  í efsta sæti deildarinnar ásamt Runar og Kolstad en síðarnefnda liðið á tvo leiki til góða á ØIF Arendal og Runar. Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni er að finna hér ásamt stöðunni í fleiri deildum evrópskt handknattleiks
  • Hvorki Árni Bergur SigurbergssonHafþór Már Vignisson skoruðu mark fyrir ØIF Arendal í leiknum í gær.
  • Áfram gengur ekki sem skildi hjá Fjellhammer í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki. Ásgeir Snær Vignisson skoraði eitt mark í sjö marka tapi liðsins í heimsókn til Runar í Sandefjord, 38:31. Staðan í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir HF Karlskrona í tapi fyrir Alingsås, 34:31, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Ólafur var besti maður nýliðanna ásamt Hampus Dahlgren. Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði eitt mark. Dagur Sverrir Kristjánsson er væntanlega meiddur því hann var ekki með Karlskrona að þessu sinni. Sömu sögu er líklega að segja af markverðinum Phil Döhler sem ekki tók þátt í leiknum. 
  • HF Karlskrona er í 11. sæti af 14 liðum sænsku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum 11 leikjum. Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér
  • Ivana Meincke leikmaður Stjörnunnar í Olísdeild kvenna var í leikmannahópi grænlenska landsliðsins sem mætir heims- og Evrópumeisturum Noregs í gær í 1. umferð C-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í Stafangri. Hún lék með í nærri átta mínútur en tókst ekki að skora.
  • Handknattleiksþjálfarinn Jörgen Freyr Ólafsson lét sig ekki vanta á fyrstu leiki heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem fram fóru í Stafangri í gær. Jörgen tók við þjálfun Rival/Nord og HTG í Haugasundi í sumar eftir að hafa látið af störfum hjá FH. Hann lét sig ekki muna um að skutlast þaðan og á leikina til þess að fylgjast með sem því sem er efst á baugi í handknattleik kvenna um þessar mundir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -