- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi, Róbert, Dana, Arnar, Tryggvi, Jóhanna, Aldís, Katrín, Harpa

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik skoraði sex mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kolstad vann Bergen Håndball, 36:23, í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar á heimavelli í gær. 
  • Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen töpuðu fyrir  Elverum, 35:27, í Terningen Arena, heimavelli Elverum, í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í gær. Róbert skoraði ekki mark í leiknum enda hans helst hlutverki að standa fastur fyrir í vörninni. Hinn hálf íslenski leikmaður Drammen, Viktor Petersen Norberg, skoraði ekki heldur mark í leiknum. 
  • Dana Björg Guðmundsdóttir og liðskonur Volda steinlágu fyrir Camillu Herrem og samherjum í Sola á heimavelli í norsku bikarkeppninni í gær. Dana Björg skoraði þrisvar sinnum fyrir Volda. Herrem skoraði 11 mörk fyrir Sola en hún var valin í norska HM-hópinn á dögunum. 
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk fyrir Amo sem vann Aranäs, 35:28, á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Síðari viðureignin fer fram á heimavelli Aranäs 20. nóvember. Samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur tekur sæti í undanúrslitum. 
  • Tryggvi Þórsson og liðsfélagar í IK Sävehof töpuðu fyrir Ystads IF, 30:26, í fyrri viðureign liðanna í átta í liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gær. Leikurinn fór fram í Ystad. Tryggvi skoraði ekki í leiknum í gær. Liðin mætast öðru sinni í Partille 17. nóvember. 
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir lið Skara HF í gær í stóru tapi fyrir IK Sävehof á heimavelli, 35:22, í sænsku úrvalsdeildinni. Aldís Ásta Heimisdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu eitt mark hvor fyrir Skara HF-liðið sem var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik, 17:14. Leikmenn IK Sävehof tóku öll völd á leikvelli í  síðari hálfleik. Skara HF er fallið niður í 9. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki. IK Sävehof er efst með 11 stig að loknum sjö leikjum. 
  • Harpa Rut Jónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir GC Amicitia Zürich í fimm marka tapleik á heimavelli fyrir SPONO Eagles, 30:25, á heimavelli í áttundu umferð svissnesku A-deildarinnar í gær. GC Amicitia Zürich  er í 5. sæti deildarinnar með sjö stig eftir átta leiki. Liðsmenn SPONO-arnanna er í öðru sæti. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -