- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Stiven, Döhler, Ólafur, Tryggvi, Einar, Arnar, frestað

Stiven Tobar Valencia skoraði átta mörk í gær. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Stiven Tobar Valencia var frábær í gærkvöldi þegar lið hans Benfica vann Avanca Bioria Bondalti, 39:25, á útivelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Stiven Tobar skoraði átta mörk í 10 skotum og var næst markahæsti leikmaður Benfica. Þjóðverjinn Ole Rahmel var markahæstur með níu mörk. Benfica er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar, næst á eftir Sporting og Porto sem sækir ABC de Braga heim í dag.
  • Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, átti stórleik í marki HF Karlskrona í gærkvöld þegar liði vann Helsingborg á heimavelli, 30:25, í 20. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Döhler varði 17 skot, 40,5%. Hann yfirgefur félagið í lok keppnistímabilsins.
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir HF Karlskrona sem settist í annað sæti deildarinnar með 26 stig eftir 20 leiki. Malmö er stigi á eftir og á leik til góða. Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Karlskrona-liðsins að þessu sinni.
  • Tryggvi Þórisson og liðsfélagar í meistaraliðinu IF Sävehof gerðu jafntefli við efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Ystads IF, á heimavelli í gærkvöld, 34:34. Tryggvi skoraði ekki mark. IF Sävehof er í fimmta sæti með 23 stig og eru níu stigum á eftir Ystads IF sem hefur haft nokkra yfirburði í deildinni í vetur.
  • Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði aðeins eitt mark í fimm skotum í fimm marka tapi IFK Kristianstad á heimavelli, 34:29, fyrir HK Malmö. IFK Kristianstad situr þar með í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir Malmö og þremur frá HF Karlskrona.
  • Lítt gengur áfram hjá Arnari Birki Hálfdánssyni og liðsfélögum í Amo HK. Þeir töpuðu Smálandaslagnum í gærkvöldi þegar IF Hallby HK kom í heimsókn, 34:32. Arnar Birkir skoraði átta mörk í 15 skotum. Amo HK er í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar.
  • Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
  • Ekkert varð af leik Balingen og Hüttenberg í þýsku 2. deildinni í gærkvöld vegna hópveikinda hjá síðarnefnda liðinu. Daníel Þór Ingason og liðsfélagar í Balingen verða þar með að bíða betri tíma til að taka móti liðsmönnum Hüttenberg. Liðin eru jöfn í þriðja til fjórða sæti 2. deildar með 25 stig að loknum 18 leikjum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -