- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Stórriddari í þjálfun, sekt vegna myndaskorts, fyrirliði sænskra, þjálfari danskra

Þjálfari franska kvennalandsliðsins Olivier Krumbholz var heiðraður um áramót. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Olivier Krumbholz, þjálfari franska kvennalandsliðsins í handknattleik var sæmdur stórriddarakrossi Frakklands á nýársdag fyrir ómetanlegt starf við uppbyggingu kvennahandknattleiks í Frakklandi. Krumbholz hefur verið þjálfari kvennalandsliðsins nánast frá upphafi aldarinnar undir hans stjórn hefur liðið unnið til fjölmargra verðlauna. 
  • Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað danska meistaraliðið Team Esbjerg um 1000 evrur, jafnvirði um 156 þúsund króna, fyrir að hafa ekki skilað af sér til EHF myndum frá leikjum liðsins í Meistaradeild kvenna á leiktíðinni. Félögum í keppninni ber skylda til þess að senda EHF ákveðinn fjölda mynda í fyrsta flokks gæðum frá hverjum heimaleik. 
  • Markvörðurinn Andreas Palicka verður fyrirliði sænska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi síðar í þessum mánuði. 
  • Patrick Westerholm tekur við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro/Silkeborg í sumar en fyrir nokkru var tilkynnt að Peter Bredsdorff-Larsen hætti þjálfun liðsins á komandi sumri eftir sjö ára starf. Westerholm þjálfaði síðast karlalið TeamTvis Holstbro frá 2015 og þangað til í sumar sem leið. Hann hefur víða komið við sem leikmaður og síðar þjálfari og yfirleitt með góðum árangri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -